top of page

Ómælislaug - Infinity Pool: Arnar Ásgeirsson & Kristín Karólína Helgadóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. ágúst 2024

Ómælislaug - Infinity Pool: Arnar Ásgeirsson & Kristín Karólína Helgadóttir

Föstudaginn 23. ágúst opnar sýningin Ómælislaug í Kling & Bang. Þar munu listamennirnir Arnar Ásgeirson og Kristín Karólína Helgadóttir sýna ný verk sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Á sýningunni tefla þau fram verkum sem benda á með kímnum hætti hvernig hversdagsleg kerfi, sem við erum þátttakendur í, móta og stýra hegðun okkar og gildismati.

Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður skrifar texta sérstaklega fyrir sýninguna.

Um listamennina / About the artists:

Í verkum sínum dregur Arnar fram hversdagslegar og misþekktar menningartilvísanir, endurgerir og gefur þeim nýja merkingu. Með kunnuglegu myndmáli veltir Arnar fyrir sér hugleiðingunni um hið upprunalega og eftirmynd og muninum á því að frumskapa og herma eftir. Arnar Ásgeirsson er einn stofnenda listamannarekna rýmisins Open. Arnar lauk BA prófi í listum frá Gerrit Rietveld Academy og útskrifaðist með MA gráðu frá Sandberg Institute í Hollandi.

Kristín Karólína notar ýmsa miðla í vinnu sinni til þess að kasta ljósi á þá innri togstreitu og dulinn tvískinnung á milli vestrænna lífshátta og náttúrunnar sem maðurinn byggir. Draumkenndar myndhverfingar leika sér með hinu hversdagslega og rata til óvæntra opinberanna. Þær hjálpa áhorfendum að halda sér á floti í kviksyndi samtímans. Hún hefur verið meðlimur í sýningarhaldi listamannarekinna rýma, Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen. Árið 2024 sýndi hún verk í sýningu Listasafns Reykjavíkur D-vítamín. Kristín Karólína Helgadóttir lauk BA námi í listfræði og heimspeki árið 2015 frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í myndlist frá KASK í Belgíu árið 2021.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page