Ólafur Sveinsson í Smiðjuni í Lítluvík

föstudagur, 28. febrúar 2025
Ólafur Sveinsson í Smiðjuni í Lítluvík
Ólafur Sveinsson sýnir teikningar, málverk og skúlptúra í Litluvík. Ólafur sækir innblástur frá íslenskri náttúru og náttúruöflum. Hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu árið 1984 og hefur síðan sýnt víða, erlendis og hér heima.
Ólafur Sveinsson (f.1964 Reykjavík) stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og Lahti í Finnlandi. Hann vinnur með marga mismunandi miðla eins og olíu á striga, stöku sinnum akrýl, hann vinnur með vatnsliti, blýantsteikningar, tréskurð, klippimyndir og útskurð. Hann sækir innblástur í og vinnur með poppmenningu, landslag, súrrealisma og fagurfræði véla.
Sýningin stendur frá 27. febrúar til 4. mars. Sýning Óla verður opnuð klukkan 18-21. Hina dagana er opið milli 11:00 og 18:00.