top of page

Ólafarvaka í Sigurhæðum á Akureyri

508A4884.JPG

föstudagur, 20. júní 2025

Ólafarvaka í Sigurhæðum á Akureyri

Á sumarsólstöðum laugardaginn 21. júní verður haldin Ólafarvaka í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri - til heiðurs Ólöfu Sigurðardóttur skáldi frá Hlöðum.

Dagskráin er tvískipt í formi listsmiðju og hljómleika.

Frá kl. 13 til 15 verður listsmiðja í anda Ólafar þar sem þátttakendum gefst kostur á að gera eigin skissubækur og klippiverk innblásin af verkum og lífsleið Ólafar. Leiðbeinandi er Þórgunnur Oddsdóttir og er smiðjan opin öllum eldri en 16 ára. Það þarf að skrá sig með því að senda póst á flora.akureyri@gmail.com. Þátttökugjald er kr 6.000 og er allt efni og áhöld innifalið ásamt hressingu.

Eftir smiðjuna hefst tónlistardagskráin Ómar Ólafar og hún byrjar kl 15. Þá stíga þær á stokk tónlistakonurnar Harpa Barkardóttir og Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og flytja nokkur lög sem tengjast menningararfi Ólafar, þar á meðal lag og við Sólstöðuþulu Ólafar. Enginn aðgangseyrir er og öll eru velkomin að njóta ómanna í Sigurhæðum.

Huggulegt og endurnærandi síðdegi í fallegu umhverfi.

Ólafarvaka er styrkt úr Menningar- og minningasjóði kvenna og er hluti af útgáfu Flóru menningarhúss í Sigurhæðum á verki Ólafar í formi bókar en verkið heitir Bernskuheimilið mitt. Laugardagurinn er síðasti dagur söfnunar á Karolina Fund fyrir bókinni og hægt er að óska eftir því að vera á þakkarlista í bókinni. Einnig verðru tekið á móti forpöntunum í Sigurhæðum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page