Ólöf Nordal: Fyglingar
fimmtudagur, 24. október 2024
Ólöf Nordal: Fyglingar
Næstkomandi sunnudag, kl 16:00 mun Ólöf Nordal vera með listamannaspjall um sýninguna Fyglingar í Portfolio Gallerí og gefst gestum tækifæri á að skyggnast inn í þá hugmyndarfræði sem liggur að baki sýningarinnar sem og þróun og ferli verkanna.
Hér meðfylgjandi er brot úr texta sem Margrét Elísabet Ómarsdóttir skrifar.
,,Hugmyndir okkar um hvað það þýðir að vera manneskja eiga sér djúpar rætur í vestrænni heimspeki sem gerir ráð fyrir því að sumar manneskjur séu mennskari en aðrar. Hún gerir ráð fyrir að mennskan tilheyri aðeins völdum hópi þeirrar tegundar sem kölluð er maður. Hugmyndin um manninn og mennskuna hvílir á valdinu til að skilgreina hvaða einstaklingar úr hópi tegundarinnar maður geti gert tilkall til mennskunnar. Andstæða mennskunnar er villimennskan, sem hefur ekki aðeins verið eignuð ótömdum dýrum heldur öllum þeim manneskjum sem ekki eru taldar eiga tilkall til mennskunnar."
Sýningin stendur opin frá 12. október - 02. nóvember.