top of page

Ólöf Björg Björnsdóttir: Smávægilegar endurfæðingar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. ágúst 2024

Ólöf Björg Björnsdóttir: Smávægilegar endurfæðingar

Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna Smávægilegar endurfæðingar í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 8. ágúst.

Ólöf Björg Björnsdóttir býr og starfar í gömlu Álafossverksmiðjunni við Varmá í Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001 en var jafnframt í læri hjá kóreskum meistara auk þess að stunda nám við Listaháskólann í Granada á Spáni.

Ásamt því að halda fjölda sýninga sem ötull málari á Ólöf sér einnig langa sögu í formi innsetninga í óhefðbundnum rýmum, inni sem og undir berum himni. Hún hefur skapað rými þáttöku gjörninga m.a. í Denver og Seattle á vegum Iceland Naturally. Á ferlinum hefur hún fengið hvatningaverðlaun og styrki frá Reykjavíkurborg og hjá Hafnarfjarðarbæ. Einnig tók Ólöf meðal annars þátt í sýningu “Ung Islandsk Kunst – Herfra og Ud i Verden”á aldarafmæli fullveldis Íslands í Gallerí Bredgade í Kaupmannahöfn.
Sýningin Smávægilegar endurfæðingar spannar um þriggja ára tímabil frá því að hún festi kaup á vinnustofu/heimili/galleríi í gömlu Álafossverksmiðjunni.

Verkin eru nokkurs konar myndræn ljóð um upplifanir í Kvosinni og það ástand þegar flæðið nær punkti þess sem við getum kallað andans stund eða uppljómun.

Hún vinnur út frá manneskjunni sem marglaga tengslaveru og skoðar ólíka skynjun, hugsun, tilfinningar og tjáningarleiðir til tengsla sem getur af sér viðveru eða fjarveru þess marglaga sjálfs sem í henni býr. Frumorka sköpunargleðinnar, framkvæmd hennar og tamning er henni hugleikin sem og speglun náttúru mannverunnar í óhlutbundu formi.

Síðasti sýningardagur er 6. September. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Opið er kl. 9-12 alla virka daga og 12-16 á laugardögum. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page