top of page

Óútreiknanlegt arkív ósjáanlegra hluta

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. júní 2024

Óútreiknanlegt arkív ósjáanlegra hluta

Verið velkomin á opnun nýrrar vinnustofu í Gunnfríðargryfju á laugardag, 22. júní kl. 15. Við tökum fagnandi á móti listamannahópnum D.N.A. sem mun næstu vikurnar vinna með sjálfsmyndir og ólíkar arfleiðir og bjóða gestum að taka þátt í endurmótun og endurskilgreiningu á hugtakinu Íslendingur.

Þar sem skilgreiningin á „Íslendingi“ víkkar stöðugt, þá er kominn tími til að skoða, hugleiða og taka þátt í að uppgötva, skapa og endurheimta fleiri sjálfsmyndir. Listahópurinn DNA kemur úr ólíkum áttum, með bakgrunni sem ná yfir mörg landsvæði, ólíka menningarheima og fjölskylduarfleiðir, og persónuleg svörun þeirra hefur orðið að ólíkum ósamfelldum reynslueyjum. Á sama tíma og bakgrunnur þeirra er ólíkur þá eiga þær allar svipaða reynslu af því að stíga inní íslenskt samfélag.

Með fimm vikna rannsóknarstofu, munu þær skapa rými til nýrra uppgötvuna og sjálfsmyndasköpunar, ferlið mun fela í sér að nýjir hlutir og skjöl verða skapaðir eftir því sem vinnustofunni framvindur. Endilega taktu þátt í frjálsum leiðangri, þar sem þinn eiginn bakgrunnur og sjónarmið, fá að renna saman við önnur og í sameiningu munum við skapa eitthvað nýtt - upplifa hvað gerist þegar við öll rannsökum menningarlegt DNA okkar saman.

D.N.A. er listahópur stofnaður af Deepu R. Iyengar, Nermine El Ansari og Amöndu Riffo í Reykjavík árið 2021. Þær eru þrjár listakonur og vinkonur með erlendan bakgrunn sem hafa búið á Íslandi í mörg ár. Með reynslu sinni af annarskonar upplifun komu þær saman til að leita nýrra leiða til að tengjast landinu. Með því að fylgjast með vaxandi fjölbreytileika menningarlegs DNA á Íslandi, stefna þær að því að safna, vinna úr, sundurgreina og endurskapa persónulegar og samfélagslegar sjálfsmyndir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page