top of page

Íris María Leifsdóttir - Jökulrætur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. ágúst 2024

Íris María Leifsdóttir - Jökulrætur

Verið velkomin á gjörningaröð Írisar Maríu Leifsdóttur á Höfn í Hornafirði í ágúst. Gjörningarnir eru fjórir og heita Jökulrætur og eru á vegum Svavarssafns. Fjórði gjörningurinn fer fram á föstudaginn þann 23. ágúst 2024 kl. 15 við Nýheima á Höfn í Hornafirði.

Íris María skoðar hvernig við skynjum hreyfingu jökla, hvernig hreyfing þeirra sýnir flæði tímans og um leið hverfulleika heimsins. Íris María telur að bráðnun jöklanna sé helsta birtingarmynd umhverfisbreytinga samtímans. Á næsta gjörningi mun Íris María mála með jökulleir og ösku frá Sólheimajökli olíumálningu á striga 2m x 1,06. Hún hefur safnað jökulurð frá jöklum á Íslandi og með gjörningunum einblínir hún á einn jökul í einu. Íris María málar með veðrinu og kallar málverkin sín og skúlptura Veðruð verk, þar sem veðrun og áhrif tímans leika lykilhlutverk í listsköpun hennar og leyfir hún náttúruöflunum að móta verkin.

Málverkin verða sýnd á Svavarssafni á næsta ári.

Íris María Leifsdóttir (1993) er myndlistarkona frá Íslandi. Hún hefur lokið mastersnám í myndlist við Listaháskóla Íslands, bakkalárgráðu í félagsfræði í Háskóla Íslands og diplóma í listmálun við Myndlistaskólann í Reykjavík. Íris María hefur sýnt á söfnum og galleríum hérlendis og erlendis. Hún hefur haldið regluleg vatnslita- og keramik námskeið sem og verið sýningarstjóri myndlistarsýningar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page