top of page

Í tíma og ótíma í Hafnarborg

508A4884.JPG

miðvikudagur, 8. maí 2024

Í tíma og ótíma í Hafnarborg

Laugardaginn 11. maí kl. 14 bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Í tíma og ótíma, þar sem sjónum er beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum ‏þ‏‏riggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, þeirra Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener. Sýningarstjóri er Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Tíminn er allt í kring. Hann líður, umlykur og rennur okkur stöðugt úr greipum. Frá örófi alda hafa heimspekingar og aðrir hugsuðir velt fyrir sér eðli tímans án þess að komast að endanlegri niðurstöðu. Tíminn fellur því í flokk með þeim fyrirbærum í tilvist okkar sem við höfum ekkert eitt svar við, heldur er hann stöðug uppspretta nýrra vangaveltna.

Á sý‎ningunni er tíminn skoðaður í víðu samhengi, allt frá heimspekilegum vangaveltum um hugtak og eðli tímans til þeirrar persónulegu túlkunar á samtímanum sem einkennir verkin en hugleiðingar um tíma fléttast á mismunandi hátt inn í verk ‏og vinnuaðferðir allra þriggja.

Handverkið sem finna má í verkum listakvennanna ber merki um þrá eftir hægagangi og íhugun sem mótsvar við hraða samtímans. Verk ‏þeirra mætti þannig lesa sem tilraun til að stöðva tímann eða jafnvel til þess að stíga út úr samtímanum og inn í óræðan tíma listaverksins.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page