top of page

Í lit - afmælissýning Úthverfu

508A4884.JPG

föstudagur, 28. febrúar 2025

Í lit - afmælissýning Úthverfu

Laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 16 opnar sýningin ,,Í lit“ í Gallerí Úthverfu að viðstöddum sýningarstjóra og tveimur af listakonunum fjórum sem taka þátt. Þann dag eru 40 ár liðin frá því fyrst var opnuð sýning á samtímalist í rýminu við Aðalstræti 22 á Ísafirði. Fulltrúi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar opnar sýninguna og boðið verður uppá léttar veitingar.

,,Í lit“ er samsýning fjögurra listamanna, Katrínar Agnesar Klar, Önnu Hrundar Másdóttur, Eyglóar Harðardóttur og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Sýningarstjóri er Ingólfur Arnarsson, en hann var fyrsti listamaðurinn til að opna sýningu í rýminu 1. mars 1985.

,,Strax á námsárum okkar í Hollandi hafði Jón Sigurpálsson orð á því að gaman gæti verið að opna sýningarstað á Ísafirði þegar heim væri komið. Draumurinn rættist með samtakamætti nokkurra einstaklinga sem stofnuðu Myndlistarfélagið á Ísafirði og hófu rekstur sýningarsalar fyrir samtímalist. Sýningarstaðurinn hefur verið starfræktur í 40 ár og það er hægt að slá því föstu að þetta fallega herbergi að Aðalstræti 22, 400 Ísafirði, sé svo sannarlega áhugaverður punktur eða staður á kortinu.

Samsýningin markar upphafið að dagskrá þar sem haldið verður uppá 40 ár af samtímalist í Gallerí Úthverfu sem áður hýsti Slunkaríki. Aðrar sýningar á árinu eru m.a. bókverkasýning með Joe Keys o.fl. sem opnar um páskana, finnsku listamannanna Karoliina Hellberg og Josefina Nelimarkka sem opnar 17. júní í tengslum við tónlistarhátíðina ,,Við Djúpið“ og sumarsýning Roni Horn sem opnar 18. júlí. Á sama tíma verður einnig skipulögð sýning í sal Myndlistarfélagsins á Ísafirði, Slunkaríki, sem nú er hluti af Edinborg menningarmiðstöð.

Afmælisdagskrá ársins lýkur með útgáfu bókar/bæklings þar sem starfsemi Úthverfu og Slunkaríkis undanfarna áratugi verður gerð skil í máli og myndum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page