top of page

Ægisgata 7: Rökkur -FYRIRBÆRI-Jólasýning

508A4884.JPG

föstudagur, 16. desember 2022

Ægisgata 7: Rökkur -FYRIRBÆRI-Jólasýning

Vertu hjartanlega velkomin/n á sýninguna
rökkur
FYRIRBÆRI: Vinnustofur og gallerý | Phenomenon: Art studios and gallery
Ægisgata 7. 101 RVK
16.12.22 kl. 18:00
Sýningin er opin 16-23.12.22 frá kl. 18-22 alla daga.
Öll verkin eru til sölu til styrktar framþróun myndlistar og einstakt tækifæri til að eignast listaverk eftir listamenn sýningarinnar.
Samtímamyndlist er öruggasta fjárfestingin!
Listamenn:
Ásta Ólafsdóttir
Hallsteinn Sigurðsson
Berglind Ágústsdóttir
Þrándur Þórarinsson
Brynjar Helgason
Jasmin Schönrock
Lian Ryan
Unnar Ari Baldvinsson
Anton Lyngdal
Egill Sæbjörnsson
Alexander Zaklynsky
Kristleifur Björnsson
Ingibjörg Magnadóttir
Bjargey Ólafsdóttir
Logi Bjarnason
Rúrí Sigríðardóttir
Greta Vazhko
Stella Sæmundsdóttir
Habby Ósk
Hrund Atladóttir
Eva Ísleifs
Rakel McMahon
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Sýningarstjórar:
Jasmin Schönrock
Lian Ryan
Anton Lyngdal
Rúrí Sigríðardóttir
Brynjar Helgason
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Margrét Hugrún Gústavsdóttir

Fyrirbæri hýsir vinnustofur fjölmargra listamanna og sameiginlega sýningaraðstöðu þeirra við Ægisgötu 7. Sýningin ber heitið Rökkur sem vísar í þennan dimmasta tíma ársins. Markmið sýningu Rökkurs er að færa listina nær borgarbúum og gestum, skapa sýningu þar sem öll upplifa sig velkomin. Skapa listrænan jólaanda, tækifæri til að taka þátt í jólagleði miðborgar og hvíld frá jólastressinu, umvafin listrænum uppákomum Fyrirbæris. Jafnfram að kynna þá listamenn sem vinna að sinni listsköpun í multíkomplexinu Fyrirbæri. Markmiðið er að skapa brautryðjandi list og sýna hana í hjarta Reykjavíkur næstu árin.

"Þegar maður spáir í það þá eru þessar birtingarmyndir jólanna ákaflega margar og ólíkar. Þær tengjast til dæmis náttúrunni, tilfinningalífi okkar, hefðum, sögum, skrímslum, trúarbrögðum, þjóðfélagsstöðu ofl ofl. Það eru endalaus “take” á jólin.
Jólin eru t.d. dimmasti tími ársins en tveimur dögum fyrir aðfangadag, á vetrarsólstöðum, nær myrkrið botninum/hámarki, kemur út hinu megin og dagurinn byrjar smátt og smátt að verða lengri. Jólin marka endi og upphaf og þetta var upprunalega tilefni hátíðarhaldanna. Það eru uppi nokkrar kenningar um uppruna orðsins jól. Ein er sú að orðið jól er dregið af orðinu hjól og merki þannig framgang tímans og árstíðanna sem rúlla áfram í endurteknum hringjum eins og hjól. Sumir fá innilokunarkennd í myrkrinu í desember. Sumum finnst gaman að sjá kertaljós skína og njóta umvefjandi myrkursins. Setja upp litríkar jólaseríur. Sumir finna fyrir kvíða og aðrir tilhlökkunar. Hjá sumum er of mikið að gera og öðrum finnst jafnvel of lítið gerast. Eru einmana.Svo eru jólin í raun bara þrír dagar en hlutfallslega er undirbúningurinn fyrir þessa þrjá daga (aðfanga, jóla og annan í jólum) mjög langur mv undirbúning fyrir aðrar veislur. Í sjálfu sér er þetta álíka mikill undirbúningur og fyrir fermingarveislu hjá mörgum. Jafnvel meiri. Það er til fólk sem elskar þennan undirbúning og veit fátt skemmtilegra en að eyða þessum þremur dögum með nánustu og stórfjölskyldu. Svo er það fólkið sem er ekki eins spennt. Jafnvel alls ekki. Þá eru það sögurnar og fortíðin! Jólaskrímsli eins og Grýla og kötturinn hennar sem átu börn. Af hverju dúkkuðu skrímsli líka upp í kring um jólin? Frelsarinn kristur - Sonur ljóssins. Álfar sem birtust fólki á jólanóttu. Jólasveinarnir sem hrella en eru samt klæddir eins og heilagur Nikulás. Jólin eru hin árlega vertíð kaupmanna. Gjafir eru táknmynd og tjáning. Gjafaskipti innsigla vináttu eða tryggðarbönd. Fá bara börnin í kring um þig gjafir? Skal gjöf við gjöf gjalda? Er gaman eða erfitt að finna réttu jólagjafirnar? Eftirvænting, vonbrigi, gleði, þakklæti… friður. Jólin eru allskonar og þau hverfast um allskonar, en það sem við eigum flest sameiginlegt er að tilfinningalíf okkar þenst út í kring um þessa hátíð. Bæði góðar og erfiðar tilfinningar. Væntumþykja, eftirvænting, streita, kvíði, sátt, bjartsýni, depurð… allur tilfinningaskalinn verður sterkari á jólum. Jólatilfinningaregnbogi." -Margrét Hugrún Gústavsdóttirheimasíða: https://phenomenon.systems
instagram: phenomenon_artstudios_gallery

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page