top of page

Ávarp í tilefni Alþjóðlegs dags lista tileinkaðan Úkraínu - World Art Day for Ukraine

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. apríl 2022

Ávarp í tilefni Alþjóðlegs dags lista tileinkaðan Úkraínu - World Art Day for Ukraine

Ávarp í tilefni alþjóðlegs dags lista

World Art Day for Ukraine

Tíminn er afstæður. Í listinni fæðast hugmyndir, þróast yfir langan tíma og varpa ljósi á samhengi okkar og sögu. Listin tengir okkur við fortíð okkar og gefur fyrirheit um það sem koma skal. Hún gerir okkur kleift að sjá sögu okkar og líf í stærra samhengi, ef við bara gefum okkur tíma og stöldrum við.

En stundum verða þeir atburðir í lífi fólks og þjóðar að tíminn líkt og stendur í stað og viðfangsefni dagsins verða stærri en þrek fólks og kjarkur ná að takast á við. Tíminn skiptir ekki máli – það er ekkert nema staðurinn og stundin. Sú er raunin einmitt núna hjá kollegum okkar í Úkraínu.

15. apríl er alþjóðlegur dagur listarinnar og af því tilefni hafa valdir listamenn undanfarin ár sent frá sér ávarp eða hugleiðingu. Að þessu sinni gefum við félögum okkar í Úkraínu orðið. Ávarp íslenskra listamanna á alþjóðlegum degi listarinnar 2022 er röð myndskeiða sem listamenn á stríðsslóð hafa sent okkur til þess að lýsa stöðu sinni, og samborgara sinna, í daglegri baráttu fyrir tilveru sinni undir ofsóknum og markaleysi grimmdarinnar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page