top of page

Ásmundur Sveinsson: Kona að strokka

508A4884.JPG

föstudagur, 7. júlí 2023

Ásmundur Sveinsson: Kona að strokka

Nýverið var verk Ásmundars Sveinssonar Kona að strokka sett upp við Rjómabúið að Erpsstöðum í Dölunum. Það er ekki tilviljun að verk Ásmundar er sett upp við Erpsstaði en hann var fæddur og uppalinn að Kolsstöðum í Miðdölum. Í ár eru liðin 130 ár frá fæðingu Ásmundar en hann er á meðal helstu myndhöggvara þjóðarinnar.

Listasafns Reykjavíkur varðveitir verk Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni og glæsilegum höggmyndagarði sem umlykur safnið við Sigtún. Kona að strokka er á meðal þekktari verka Ásmundar en þar fjallar hann um vinnandi alþýðufólk á Íslandi. Ásmundur gerði verkið upphaflega árið 1934, þá í smárri útgáfu, sem síðan hefur verið stækkuð í ýmis efni, þar á meðal steinsteypu líkt og verkið sem nú hefur verið lánað Dalabyggð til lengri tíma.

Með góðu samstarfi við Menningarmálanefnd Dalabyggðar og Rjómabúið að Erpsstöðum hefur verið unnið að viðgerð á verkinu og hefur það verið ánægjulegt fyrir Listasafn Reykjavíkur að fá tækifæri til að koma því fyrir þar sem almenningur getur notið þess. Það var alltaf skoðun Ásmundar sjálfs að listin ætti ekki að vera lokuð inni á stofnunum eða söfnum og vera fyrir fáa útvalda heldur ætti hún að vera þar sem almenningur fengi hennar notið. Verkið nýtur sín sérstakleg vel við Erpsstaði þar sem það er í alfaraleið og gleður vegfarendur sem eiga leið hjá.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page