top of page

Ásmundarsalur: JÓLASÝNINGIN 2025

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. nóvember 2025

Ásmundarsalur: JÓLASÝNINGIN 2025

Verið hjartanlega velkomin á hina árlegu jólaveislu Ásmundarsalar, Jólasýninguna 2025: Brjálað að gera! Laugardaginn 29. nóvember opnar sýningin með hátíðarbrag á slaginu þrjú!

Eins og tíðkast um jól er alltaf brjálað að gera og þar slá myndlistarmenn ekki slöku við. Í Ásmundarsal mun myndlistin þekja alla veggi og hver einasti safnari, myndlistarunnandi og öll þau sem elska myndlist geta fundið verk í jólapakkann í ár – því öll eigum við sannarlega skilið að fá myndlist sem snertir okkur um jólin.

Á sölusýningunni eru verk eftir 100 listamenn ásamt stærðarinnar myndlistarjólatré. Alls 67 hangandi listaverk prýða jólatréð og má jafnframt finna þau öll í nýrri bók sem Ásmundarsalur gefur út samhliða sýningunni.

Í ár hafa þeir Almar og Hákon tekið yfir Gryfju og breytt henni með sinni einstöku snilld í Jólaverkstæði. Þar munu þeir ásamt samstarfslistamönnunum Fritz Henrik IV, Töru og Sillu og Ástu Fanney vinna að leikfangaskúlptúrum sem verða opinberaðir á hverjum föstudegi í desember. Mætið á verkstæðið og náið ykkur í viðarskúlptúr, því verkin verða í litlu upplagi og því má ekki láta sig vanta á verkstæði Almars og Hákonar í Gryfju.

Jólakveðja,
Ásmundarsalur


//


You are warmly welcomed to Ásmundarsalur’s annual Christmas celebration, Jólasýningin 2025: Brjálað að gera! On Saturday, November 29th, the exhibition opens with festive flair at exactly three o’clock!

As is customary during the holidays, there is always so much to do, and artists are no exception. At Ásmundarsalur, art will cover every wall, and every collector, art enthusiast, and all those who simply love art will be able to find a piece for their Christmas gift this year – because we all truly deserve to receive art that moves us at Christmastime.

The sales exhibition features works by 100 artists along with a grand art Christmas tree. A total of 67 hanging artworks exhibited on the tree, all of which can also be found in a new book that Ásmundarsalur is publishing alongside the exhibition.

This year, Almar and Hákon have taken over the Gryfja and transformed it with their unique brilliance into a Christmas Workshop. There, together with collaborating artists Fritz Henrik IV, Tara and Silla, and Ásta Fanney, they will be creating toy sculptures that will be unveiled every Friday in December. Visit the workshop and pick up a wooden sculpture, as the works will be in small editions, so you won’t want to miss out on Almar and Hákon’s workshop in Gryfja.

Warm Christmas greetings,
Ásmundarsalur

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page