top of page

Ásmundarsafn: Sara Riel kemur sér fyrir í Undralandi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. nóvember 2025

Ásmundarsafn: Sara Riel kemur sér fyrir í Undralandi

Ásmundarsafn:
Sara Riel kemur sér fyrir í Undralandi
Laugardagur 8. nóvember kl. 15.00

Fimmti listamaðurinn með verk í vinnslu í Ásmundarsafni er Sara Riel (f. 1980).
Laugardagurinn 8. nóvember kl. 15.00 er upphafsdagur vinnustofudvalar hennar í safninu og af því tilefni býður Listasafn Reykjavíkur gestum á opnunarviðburð þar sem hægt verður að kynnast hugmyndum listamannsins, fá innsýn í ferlið framundan og taka þátt í að móta fyrstu tilraunirnar. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sara Riel (1980) nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Weißensee-listaháskólann í Berlín þaðam sem hún brautskráðist árið 2006. Hún er kunn fyrir veggverk í almannarými en um leið á hún verk víða í söfnum og hefur sýnt um víðan völl.
Viðfansgefni Söru spanna allt frá flóru og fána til himingeimsins og í verkum sínum notar hún einstaka handverksfærni og útsjónarsemi til að skapa grípandi, sjónræna túlkun á aðkallandi málefnum. Í Ásmundarsafni mun Sara vinna með innra landslag manneskjunnar – tilfinningar, heilabylgjur og taugaboð – og skoða með hvaða hætti við mætum þeim og vinnum úr. Hvernig taka þær á sig mynd og verða hluti af sameiginlegri reynslu?

Undraland er verkefni tileinkað sögu Ásmundarsafns. Þar var heimili og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) sem hann hannaði sjálfur og byggði á árunum 1942-1950. Lóðin var í túnfæti bæjar sem hét Undraland. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg húsið og verk sín eftir sinn dag og var þar stofnað safn helgað minningu hans árið 1983. Þá fjóra áratugi sem listamaðurinn starfaði í húsinu var það vettvangur frjórrar listsköpunar.

Yfir allt árið 2025 hefur listamönnum vrið boðin aðstaða í húsinu til þess að vinna að eigin verkum í vinnslu eða hvers konar ferli og er Sara Riel fimmti listamaðurinn sem flytur vinnustofuna sína tímabundið í safnið. Áður hafa Unnar Örn, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Halldór Ásgeirsson og Amanda Riffo verið með verk í vinnslu í Ásmundarsafni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page