top of page

Áskorun vegna vinnustofa listamanna í Gufunesi

508A4884.JPG

þriðjudagur, 24. janúar 2023

Áskorun vegna vinnustofa listamanna í Gufunesi

SÍM harmar þá stöðu sem málefni listamanna í Gufunesi eru komin í en minnir jafnframt á að ekki var haft samráð við SÍM um leigu á vinnustofu rýmum í Gufunesi eða í öðru húsnæði sem leigt var út á sama tíma á fleirri stöðum í Reykjavík.

Okkur hefði þótt betra ef við, með okkar reynslu af rekstri listamannarekinna rýma, hefðum verið höfð með í ráðum um skipulagningu þessa verkefnis í samstarfi við borgina.

Vinnustofurými í boði opinberra aðila eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu menningar á hverjum stað.
Því er mikilvægt að þannig sé staðið að skipulagi þeirra,
að festa sé um starfsemina,
að húsnæðið sé lagfært þannig að listastarfsemi geti átt sér stað við öruggaar aðstæður og að trygging sé fyrir því að listamenn hafi afnot af húsnæðinu til lengri tíma.
Þegar húsnæðiskostir eru lagðir niður, sem getur gerst, er jafnframt mikilvægt að opinberir aðilar séu búnir að gera ráð fyrir nýju húsnæði til að leysa hið gamla af hólmi.

SÍM vill minna ríki og sveitarfélög á að við erum ætíð reiðubúin að láta ykkur njóta tuttugu ára þekkingar okkar þegar vinnustöðuaðstaða er skipulögð.
Við minnum einnig félagsmenn okkar á það að þegar þeir taka á leigu á eigin vinnustofuhúsnæði býðst þeim ætíð aðstoð og ráðgjöf SÍM við yfirlestur samninga.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page