top of page

Áskorun á söfn og listastofnanir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. apríl 2024

Áskorun á söfn og listastofnanir

Alþjóðasamtök listamanna í Evrópu, IAA, hvetur evrópsk söfn og listastofnanir að bjóða starfandi myndlistarmönnum ókeypis eða afslátt á sýningar gegn framvísun IAA korts.

Hvað er IAA kortið?

IAA kortið (International Identity Card for Professional Artists) eralþjóðlega viðurkennt félagsskírteini sem veitir starfandi myndlistarmönnum upp á ókeypis eða afslátt á aðgangi að sýningum. Korthafar eru aðilar að landssambandi myndlistarmanna undir hatti International Artists Association (IAA).

IAA er alþjóðleg stofnun stofnuð árið 1951 og starfar í yfir 100 löndum og í fimm heimsálfum. IAA er opinber samstarfsaðili UNESCO, og sá eini sem er fulltrúi myndlistar. IAA styður alþjóðlegt samstarf og listræn samskipti, laus við hvers kyns fagurfræðilega, pólitíska eða aðra hlutdrægni, og miðar að því að bæta efnahags lífið og félagslega stöðu listamanna á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

Af hverju að kynna IAA kortið á safninu þínu eða listastofnun?

Verk listamanns krefjast stöðugrar þróunar og virkra þátttöku á sviði myndlistar. Aðgangur að list, bæði samtímalist og sögu, veitir tæknilegan skilning, gefur innsýn og hjálpar við setja eigin list í samhengi við listasöguna.

Hin síbreytilegu form listrænnar tjáningar skapa einnig sannfærandi list, sem aftur laðar áhorfendur á sýningar. Hlutverk safna og sýningarstofnana er ekki aðeins að varðveita heldur einnig rækta listræna sköpun til framtíðar.

Að bjóða IAA korthöfum ókeypis aðgang eða afslátt er mikilvægur þáttur í að styðja listamenn og framtíð listarinnar. Í dag eru yfir 300 söfn og sýningstofnanir um allan heim sem samþykkja IAA kortið. Listi yfir þessar stofnanir er að finna vefsíðu IAA Europe: www.iaa-europe.eu

Fyrir hönd IAA Europe,

Teemu Mäki, forseti IAA Europe
info@iaa-europe.eu
www.iaa-europe.eu

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page