top of page

Ályktun aðalfundar varðandi ráðningu nýs safnstjóra Listasafnsins á Akureyri

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. maí 2024

Ályktun aðalfundar varðandi ráðningu nýs safnstjóra Listasafnsins á Akureyri

Aðalfundur SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, vill taka undir áhyggjur Myndlistarfélagsins á Akureyri vegna þess að eftir að nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri tekur við verður enginn starfandi í ábyrgðarstöðu hjá safninu með þekkingu og færni til að móta stefnu safnsins á sviði samtímamyndlistar.

SÍM minnir á að safnið hefur allt frá stofnun gegnt afar mikilvægu hlutverki í því að birta fólki á Norðurlandi sem og víðar það helsta og bitastæðasta í myndlist samtímans.

Með hliðsjón af þessu vill aðalfundur SÍM hvetja Akureyrarbæ til að ráða nú þegar listrænan stjórnanda við safnið sem unnið getur að stefnumótun á þessu sviði undir stjórn nýs safnstjóra.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page