top of page

Ályktanir aðalfundar BÍL 2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. mars 2023

Ályktanir aðalfundar BÍL 2023

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna var haldinn laugardaginn 25. Febrúar í Tjarnarbíói, heimili sjálfstæðu leikhúsana. Alls eru fimmtán fagfélög listamanna aðilar að BÍL og áttu þau öll fulltrúa á fundinum. Samþykktar voru þrjár ályktanir á aðalfundinum, um vinnu við stofnun þjóðar óperu, samskipti listamanna og fagfélag þeirra við RÚV ohf og hvatningu til stjórnar BÍL um stofnun starfshóps um aðgengis og inngildingu.

Ályktun aðalfundar BÍL um vinnu við stofnun Þjóðaróperu.

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna fagnar þeirri vinnu sem nú stendur yfir í menningar- og viðskiptaráðuneytinu við undirbúning stofnunar Þjóðaróperu.

Stofnun Þjóðaróperu komst fyrir alvöru á dagská stjórnvalda 2020 með nýjum sviðslistalögum. Þjóðarópera verður gríðarlega mikilvæg stoð í starfsumhverfi sviðslista á Íslandi, það á ekki síst við um klassískt menntaða söngvara, en varðar einnig miklu fyrir dansara, hljóðfæraleikara, hljómsveitarstjóra, tónskáld og listræna stjórnendur í sviðslistum, leikstjóra, danshöfunda, dramatúrga og leikmynda- og búningahöfunda. BÍL hefur fylgst með framvindu undirbúnings stofnunar Þjóðaróperu og lítur jákvæðum augum þau skref sem þegar hafa verið stigin í ráðuneyti menningarmála og lýsir sig reiðubúið til nánara samstarfs og samráðs við þessi brýnu áform.

Ályktun aðalfundar BÍL um samskipti listamanna við RUV ohf

Allt frá umbreytingu Ríkisútvarpsins RUV yfir i opinbert hlutafélag RUV ohf. hafa samskipti íslenskra listamanna við það verið nokkuð sérstök. Fyrir utan þá staðreynd að störf listamanna við stofnunina hafa dregist verulega saman, hafa þeir horft upp á virðingarleysi í umgengni við höfundaverk sín, sniðgöngu samninga og viljaleysi til samningagerðar við stéttar- og fagfélög listamanna.

RUV er menningarstofnun í opinberri eigu, rekin af almannafé og er í þeirri sérstöku stöðu fjölmiðla og framleiðanda á menningarefni að fara með opinbert fé, bæði af sínu rekstrafé, aðgengi að sjóðum og endurgreiðslu. Það hlýtur því að vera eðlilegt að gera ríkari kröfu um virðingu fyrir höfundaverki, faglegum vinnubrögðum og sjálfsögðum rétti listamann að starfa á grunni samninga sinna stéttarfélaga við stofnunina.

Ályktun aðalfundar BÍL um stefnu í aðgengis og inngildingarmálum

Aðalfundur hvetur til þess að stjórn BÍL stofni formlega starfshóp á komandi starfsári 2023-2024 sem skuli vinna að stefnu og aðgerðaáætlun Bandalagsins um aðgengis- og inngildingarmál.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page