top of page

Álfheiður Ólafsdóttir og Sigríður Oddný Jónsdóttir: Ég syng af gleði

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. júní 2024

Álfheiður Ólafsdóttir og Sigríður Oddný Jónsdóttir: Ég syng af gleði

Álfheiður Ólafsdóttir og Sigríður Oddný Jónsdóttir opna sýninguna "Ég syng af gleði" í Ófeigur gullsmiðja ehf, Skólavörðustíg 5. Laugardaginn 15. júní kl. 14:00. Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar.
Virka daga: 10:00 til 18:00
Laugardaga: 11:00 til 16:00
Sunnudaga: Lokað

Álfheiður er alin upp í sunnlenskri sveit, hún hefur unun af þvi að mála úti í náttúrunni í flæði og af fingrum fram. Þar sem ljúfur blær sumars umlykur hana. "Gleði mín er einlæg, að skapa eitthvað óvænt og áhugavert úti í náttúrunni og finna orku jarðar umlykja mig"

Álfheiður er grafískur hönnuður að mennt frá MHÍ 1990

Sigríður Oddný Jónsdóttir, Sjoddý, ólst upp á Akureyri en býr nú jafnt í Hafnarfirði og í Eyjafjarðarsveit. "Myndirnar mínar eru innblásnar af íslenskri náttúru. Það sem heillar mig í myndsköpun er að raða einföldum formum, glaðlegum litum og línum á myndflötinn"

Sjoddý útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2013.

Álfheiður og Sjoddý eiga að baki fjölda einkasýninga og samsýninga.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page