top of page

Ákall til listgreinakennara - vorönn 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. janúar 2024

Ákall til listgreinakennara - vorönn 2024

SÍM - Samband Íslenskra Myndlistarmanna auglýsir eftir þátttöku listgreinakennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum vegna verkefnisins World Art Day 2024.

Verkefnið er samstarf SÍM, Bandalags Íslenskra Myndlistarmanna (BÍL), International Association of Art (IAA/IAIP) og UNESCO skólanna á Íslandi.

Nemendum og kennurum er falið það verk að undirbúa myndlistarsýningu út frá sameiginlegu þema á Alþjóðlegum degi myndlistar þann 15. apríl 2024. Þema verkefnisins eru Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, sem samanstanda af 17 markmiðum í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar.

Verkefni nemenda verða kynnt á vefsíðu SÍM og samfélagsmiðlum undir heitinu “Dagur myndlistar”.

Í aðdraganda verkefnisins verður boðið upp á skólakynningar myndlistarmanna. Þá heimsækja myndlistarmenn skólana og kynna starf sitt, starsferil og verkefni. Með þessum hætti er von um að vekja athygli barna og ungmenna á samtímalist og áhrifum hennar.

Skólar og kennarar eru vinsamlega beðnir um að skrá þáttöku síns bekkjar fyrir föstudaginn 9. febrúar 2024. Skráning fer fram á sim@sim.is ásamt nafni og símanúmeri kennara, bekk, aldri og fjölda nemenda.

Gagnlegir hlekkir:

Nánar á vefsíðu SÍM: https://www.sim.is/world-art-day
Heimsmarkmiðin: https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/heimsmarkmidin/
WAD á vefsíðu UNESCO: https://www.unesco.org/en/articles/world-art-day

Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Lísa Björg, verkefnastjóri, í tölvupósti á lisa@sim.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page