Áhugaverð námskeið hjá Textílfélaginu
fimmtudagur, 23. maí 2024
Áhugaverð námskeið hjá Textílfélaginu
Vakin er athygli á námskeiðum Textílfélagsins, sem haldin eru á verkstæði félagsins á Korpúlfstöðum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni: www.tex.is
ÚTÍ BLÁINN
Vinnustofa í cyanotype tækni sem hvetur þátttakendur til að blása nýju lífi í gamlar flíkur eða heimilistextíl en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér flík eða efni sem þeir vilja flikka uppá. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði og fjölbreytta möguleika cayanolitunar á textíl og hvernig stýra má útkomunni upp að vissu marki.
Kennarar námskeiðsins eru Gudrita Lape, myndlistarkona með séstaka áhuga og áherslu á notkun jurta í víðum skilningi, lífefna textíl og endurnýtingu. Piotr Miazga er ljósmyndari að mennt og myndrænn sögumaður með áherslu á myndbyggingu og lýsingu sem nýtist vel í cyanotype tækninni og eykur fjölbreytileika. Hægt er að hafa samband við Gudritu fyrir nánari upplýsingar info@gudritalape.com
Kennarar: Gudrita Lape og Piotr Miazga
Smiðjan verður á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Miðvikudaginn 29. maí kl. 18-21
Þátttökugjald er 9.500 og efnisgjald 1.500
Kaffi og te á staðnum en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 og lágmark 6. Námskeiðið er kennt á ensku.
MATAR-LIST - Listsköpun með matarafgöngum
Sjálfbærni, minni matarsóun, betri nýting verðmætra hráefna – er ákall nútímans. Lærðu að nýta afganga og útrunnar vörur sem ekki nýtast í matargerð til að búa til efnivið til listsköpunnar. Kennd verður gerð jurtableks og jurtalita auk lífefna textíls (e. biomaterials) svo sem scoby, kristalla og vegan plasts.
Á fyrri degi námskeiðsins verður farið Í gerð lífefna (e. biomaterials), uppskriftir og aðferðir í gerð niðurbrjótanlegra efna. Auk þessa verður sýnt hvernig nota má hversdagslega hluti sem tól í listsköpun.
Vika er á milli námskeiðsdaga svo afrakstur fyrri dagsins megi þorna og taka sig auk þess sem fólki gefst tækifæri til að prófa sig áfram heima við.
Á seinni námskeiðs deginum er tími til að rannsaka og skoða notkunarmöguleika þess sem skapað var og að deila sín á milli. Námskeiðið endar svo með smakk af sýrðum mat sem kennarinn hefur galdrað fram.
Þeir sem sækja vinnustofuna eru hvattir til að koma með útrunnar vörur úr skápunum, te, hveiti, sterkju, sykur, þurrkaðar jurtir og annan sem ekki nýtist ykkur til eldamennsku. Efni og þræðir úr náttúrulegum efnum eru einnig gagnleg.
Kennari námskeiðsins er:
Gudrita Lape, myndlistarkona með sérlegan áhuga og áherslu á notkun jurta í víðum skilningi, lífefna textíl og endurnýtingu. Hægt er að hafa samband við Gudritu fyrir nánari upplýsingar info@gudritalape.com
Námskeiðið verður á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Laugardag 8. júní og 15. júní kl. 10 -13
Þátttökugjald er 15.900 (tvö skipti)
Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi 6