top of page

Á milli glugga og hurðar: sýningaropnun í i8 gallerí

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. september 2023

Á milli glugga og hurðar: sýningaropnun í i8 gallerí

i8 gallerí býður ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Á milli glugga og hurðar, hópsýningar fimm listakvenna sem nýta tungumál sem kveikju og efni verka sinna. Sýningin leggur áherslu á myndgert mál, þar sem verk eftir Renee Gladman, Iman Issa, Christine Sun Kim, Tania Pérez Córdova, og Iris Touliatou munu tengja saman ýmsar nálganir á munnlegum, skriflegum, teiknuðum og óhefðbundnum leiðum til að tjá texta. Sérhvert verk rannsakar notagildi, getur og formgerðir sem flokka, viðhalda og móta upplýsingar.

Renee Gladman er rithöfundur og listamaður sem er skoðar birtingarmyndir skurðpunkta, þröskulda og landafræði þegar ljóðlist, prósi, teikning og arkitektúr mætast. Gladman vinnur fyrst og fremst á pappír og notar teikniflötinn sem tilraunastofu í mótun til að rannsaka svartleika, það sem ekki er sýnilegt, búsetukerfi og skáldaða þekkingu. Teikningar Gladman hafa nýlega verið sýndar á einkasýningum í Artist’s Space í New York (2023) og í Zilkha Gallery í Wesleyan University í Connecticut (2022). Gladman (f. 1971, Bandaríkin) býr og starfar í New York, Bandaríkjunum.

Iman Issa leggur áherslu á þau kerfi sem stjórna því hvernig við skynjum og framleiðum merkingu. Issa notar hefðbundnar safnafræðilegar útstillingar eins og glerskápa, stöpla, sýningartexta, veggmerkingar og vinylstafi til að skapa umgjarðir fyrir hluti og frásagnir sem eru utan staðar og tíma. Til nýlegra einkasýninga á verkum Issa má telja Taxispalais Kunsthalle Tirol í Innsbruck í Austurríki (2021), Kunstmuseum St. Gallen í Sviss (2019) og daadgaleri í Berlín, Þýskalandi (2019). Issa (f. 1979, Egyptaland) býr og starfar á milli Berlínar og Parísar.

Christine Sun Kim (f. 1980) er bandarísk listakona sem býr og starfar í Berlín. Í myndlist sinni hugleiðir Kim hvernig hljóð virkar í samfélaginu, með því að afbyggja pólitík hljóðs, og skoðar hvernig munnleg tungumál virka sem félagslegur gjaldmiðill. Nótur, ritað mál, skýringarmyndir, Bandarískt táknmál (ASL), notkun líkamans og kæn kímni eru endurtekin stef í verkum hennar. Með því að vinna þvert á teikningu, gjörninga, vídeó og stórar veggmyndir skoðar Kim samband sitt við talað mál og táknmál, við manngerð og félagsleg umhverfi og við heiminn. Verk og gjörningar eftir Kim hafa verið sýnd víða um allan heim. Nýlegar einkasýningar hennar hafa verið haldnar í The Art Institute of Chicago, Illinois, (2023); Vienna Secession, Austurríki (2023); og Haus der Kunst, Munchen, Þýskalandi (2022).

Tania Pérez Córdova (f. 1979, Mexíkó) notar tungumálið til að staðsetja sérhvert verk, skúlptúra, ljósmyndir, fundna hluti og gjörninga innan stærri sögu og fórnar þar með sjálfstæði efnislegra hluta fyrir ómissandi hlutverki þeirra innan tengslanets. Hún hugsar um miðla með óhlutbundnum hætti og vefur gjörðir of aðstæður saman eins og að þær væru efnislegir hlutir. Einkasýning Pérez Córdova er til sýnis í SculptureCenter, New York. Til annarra nýlegra einkasýninga má telja Tamayo, Mexíkó borg, Mexíkó (2022) og í Kunsthalle Basel, Sviss (2018).

Iris Touliatou vinnur þvert á ýmsar greinar sem nauðsynlegar eru til að skapa sérhvert verk. Skúlptúrar, teikning, hljóð, lykt og tungumál, skapa sameiginlegar upplifanir til þess að vekja athygli á og ræða vinnuframlag, hrifmiðuð efnahagskerfi og ástand verunnar. Touliatou hefur nýverið haldið einkasýningar í Kunsthalle Basel, Sviss (2023); fluent, Santander, Spáni (2023); Grazer Kunstverein, Graz, Austurríki (2022). Touliatou (f. 1981, Grikkland) býr of starfar í Aþenu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page