top of page

Á meðal: Íris Ásmundar & Nicolas Ipina

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. júní 2024

Á meðal: Íris Ásmundar & Nicolas Ipina

Í gegnum sköpunarflæði og ástríðu tveggja listamanna verða til verk í formi ljósmynda, sem leitast til við að kalla fram samskonar tilfinningar hjá áhorfandanum. Listamennirnir halda fast í þá trú að einstaklingar sem umlykja sig og sökkva sér í það sem þeir elska - hvort sem það er danslist eða annað form af ástríðu - séu að tengjast sérstökum stað innra með sér. Stundum getur verið flókið að skilgreina hann nákvæmlega, en hann býr yfir ástríðu og tilfinningunni um flæði, og tilheyrir hverjum einum og einasta á einstakan hátt.

Markmið sýningarinnar er að fanga augnablik af flæði, sem drifið er áfram af tilfinningum og samtengdum hugmyndum listamannana. Þær eru svo færðar áhorfandanum myndrænt í formi aðstæðna, sem er ekki hægt að útskýra að fullu, en hafa sameiginlegan skurðpunkt um að vekja upp þennan stað innra með okkur sem snertir á ástríðu hvers og eins.

Listamennirnir notast við líkamann og hreyfingu í verkunum, en halda sig þó frá hugmyndum um líkamann sem slíkan. Með sýningunni einblína þau frekar á tenginguna sem myndast í gegnum líkamann frá hjartanu.

Sýningin er samvinnuverkefni Írisar Ásmundar dansara og Nicolas Ipiña ljósmyndara og grafísks hönnuðar.

Íris er útskrifaður dansari frá Rambert School í London, með meistaragráðu í ‘performance and professional practices’ frá University of Salford, og Nicolas er útskrifaður úr grafískri hönnun frá University of Buenos Aires.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 6.júní 17:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Fös 7. jún 15:00-21:00
Lau 8. jún 12:00-17:00
Sun 9. jún 14:00-17:00
Þri-fim 11-13. jún 15:00-18:00
Fös 14. jún 14:00-18:00
Lau 15. jún 12:00-17:00
Sun 16. jún 14:00-17:00
Mán 17. jún 12:00-15:00 / 19:00-21:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page