! GRAND PRIX 2023 ! í Open
þriðjudagur, 22. ágúst 2023
! GRAND PRIX 2023 ! í Open
OPEN í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur kynnir: Lounge Corp Grand Prix 2023 í Hafnarhúsi frá kl. 14.00, 26. ágúst, 2023.
Lounge Corp, OPEN og Listasafn Reykjavíkur bjóða alla velkomna á viðburðinn Lounge Corp Grand Prix 2023, æsispennandi keppni skúlptúra á hreyfingu.
Tólf listamenn búsettir í Noregi og Íslandi munu keppa um titilinn Lounge Corp Grand Prix Champion 2023.
Þau eru Anna Hrund Másdóttir (IS), Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (IS), Ingrid Forland (NO), Logi Leó Gunnarsson (IS), Agatha Wara (NO), Páll Haukur (IS), Sandra Vaka (NO), Siri Borge (NO), Sólbjört Vera Ómarsdóttir (IS), Steinunn Önnudóttir (IS), Tor Erik Bøe (NO) og Vebjørn Guttormsgaard Møllberg (NO).
Kynnir keppninnar þetta árið er Ólafur Ásgeirsson og tónlist er í höndum Rollin Hunt. Listamennirnir sem keppa verða á staðnum og mun hver og einn stjórna sínum eigin skúlptúr. Léttar veitingar í boði.
Viðburðurinn endar með verðlaunaathöfn og er áhorfendum boðið að kjósa sinn uppáhalds skúlptúr.
Lounge Corp er listatvíeyki og sýningastjórateymi sem samanstendur af Ragnheiði Káradóttur og Kaju Andersen. Þær skapa staðbundnar sýningar í óhefðbundnum rýmum og kanna nýjar og óvenjulegar leiðir til að virkja áhorfendur.
Þessi viðburður er styrktur af Norwegian Visual Artists Fund og Arts and Culture Norway.