Sigrún Harðardóttir: Yfirlitssýning 1983-2025
fös., 07. nóv.
|Reykjavík
Verið velkomin á opnunina þann 7. nóvember kl. 17 á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Á yfirlitssýningunni gefst í fyrsta sinn tækifæri til þess að skoða þróun málverksins hjá Sigrúnu og eru mörg málverkanna í fyrsta sinn til sýnis á Íslandi.


Dagsetning & tími
07. nóv. 2025, 17:00 – 23. nóv. 2025, 18:00
Reykjavík, 112 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
SIGRÚN HARÐARDÓTTIR: YFIRLITSSÝNING 1983-2025
Verið velkomin á opnunina þann 7. nóvember kl. 17 á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.
Opið: 8. – 23. nóvember, alla daga kl.13 - 18
Á yfirlitssýningunni gefst í fyrsta sinn tækifæri til þess að skoða þróun málverksins hjá Sigrúnu og eru mörg málverkanna í fyrsta sinn til sýnis á Íslandi. Einnig verður hægt að fá innsýn í misumfangsmiklar margmiðlunar innsetningar sem hún hefur unnið á ferlinum. Með óvenjulegri pop-up vídeóinnsetningu úti undir berum himni síðla kvölds í Öskjuhlíðinni árið 1986 skráði Sigrún sig með eftirminnilegum hætti meðal íslenskra brautryðjenda í gerð vídeóverka.
Eftir nám í grafík í Myndlista- og handíðaskólanum snéri Sigrún sér að málverkinu þegar hún nam við Ríkislistaakademíuna í Amsterdam. Þar heillaðist hún einnig af vídeólistinni sem þá var að ryðja sér til rúms og sótti námskeið hjá Woody og Steinu Vašulka í Amsterdam. Sigrún var fyrst og fremst að vinna með tæknina, hvort heldur í málverkinu eða vídeóinu og ígrundaði miðilinn og möguleikana. Í huga hennar var vídeóið nýr miðill til að virkja, annars konar framlenging á málverkinu bæði í hugsun og framkvæmd.
Frá Amsterdam flutti Sigrún til Montreal í Kananda þar sem tækifæri gafst til þess að vinna áfram með vídeó og málverkið. Síðar innritaðist hún í Québeck-háskólann í Montreal þaðan sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í margmiðlun með áherslu á gagnvirkar innsetningar. Árið 2007 flutti Sigrún heim eftir að hafa búið erlendis í 25 ár.
Til að byrja með málaði Sigrún í anda tíðarandans, fígúratífan expressjónisma þar sem pensilskriftin er bæði kröftug og meðvituð óstýrlát. Málverkin teygðu sig líka út í rýmið með þrívíðum viðbótum. Litaskalinn er djarfur og liturinn yfirleitt borinn þykkt á en stundum þunnt, í nokkrum lögum oft blautt í blautt. Með tímanum varð pensilskriftin rólegri og Sigrún fór að beita spaða á persónulegan hátt. Þá aðferð þróaði hún til þess að ná meiri dýpt í málverkið.
Lengi vel var viðfangsefni Sigrúnar mannverur, stundum bara portrett sem túlkuðu mismunandi skaplyndi, bæði í málverkum og vídeóverkum. Annað einkenni er hreyfing og hrynjandi sem sjá má í gegnum allan ferilinn. Smám saman snéri Sigrún sér einnig að náttúrelementum sem rötuðu í málverkin, vídeóverkin og margmiðlunarinnsetningarnar.
Síðar eftir að hún var flutt aftur til Íslands fór hún að vinna gjörninga þar sem hún lagði strigann ofan á sérsmíðaðan trommubotn og trommaði/málaði með sérútbúnum kjuðum við undirleik tónlistarmanns/manna sem ýmist var spuni eða áður samið tónvek. Verkin sem Sigrún vinnur þannig endurspegla hrynjandi náttúrunnar, gróður og skófir. Stundum málar hún slík verk á vinnustofunni og velur þá útgefna tónlist til undirleiks.
Á síðasta ári hlotnaðist Sigrúnu sá heiður að sýna í Vašulka Kitchen Brno í Tékklandi sem er vettvangur rannsókna og listrænna tilrauna á sviði lista innan nýmiðlunar. Stofnunin hýsir skjalasafn um verk Woody og Steinu Vašulka og þar er fastasýning á völdum
verkum þeirra. Einnig er efnt til sýninga á verkum listamanna sem tengjast arfleifð þeirra hjóna, en þau voru brautryðjendur í þróun listsköpunar með vídeótækni. Permutation(s) eða Umbreytingar er heiti gagnvirka margmiðlunarverksins sem Sigrún vann sérstaklega fyrir sýninguna í VKB og í því kallast íslensk náttúra á við umlykjandi skóga Brno.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Myndstef
Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir
Nánari upplýsingar: sigrunhardar.is
//
SIGRÚN HARÐARDÓTTIR: RETROSPECTIVE EXHIBITION 1983–2025
You are warmly invited to the opening on November 7th at 5 p.m at Hlöðuloftið, Korpúlfsstaðir.
Open: November 8–23, daily from 1–6 p.m.
This retrospective exhibition offers, for the first time, an opportunity to explore the development of Sigrún’s painting. Many of the works are being shown in Iceland for the first time. Visitors will also gain insight into the various multimedia installations she has created throughout her career. With an unusual pop-up video installation shown outdoors late one evening in Öskjuhlíð in 1986, Sigrún made a memorable mark among the Icelandic pioneers of video art.
After studying printmaking at the Icelandic College of Arts and Crafts, Sigrún turned to painting while attending the State Academy of Fine Arts in Amsterdam. There she also became fascinated by video art, which was then emerging, and took courses with Woody and Steina Vašulka in Amsterdam. Sigrún was primarily concerned with exploring technology—both in painting and in video—reflecting on the medium and its possibilities. To her mind, video was a new medium to activate, a different kind of extension of painting, both conceptually and technically.
From Amsterdam, Sigrún moved to Montreal, Canada, where she had the opportunity to continue working with both video and painting. Later, she enrolled at the Université du Québec à Montréal, graduating with a master’s degree in multimedia with an emphasis on interactive installations. In 2007, after living abroad for 25 years, Sigrún returned to Iceland.
At the beginning of her career, Sigrún painted in the spirit of the times—in a figurative expressionist style characterized by vigorous and deliberately untamed brushwork. Her paintings also extended into space with three-dimensional additions. Her palette was bold, with color applied thickly—or sometimes thinly in multiple layers, often wet-on-wet. Over time, her brushwork became more tranquil, and she began using a palette knife in a personal way, a technique she developed to achieve greater depth in her paintings.
For a long time, Sigrún’s main subject was the human being—sometimes just portraits expressing various moods—in both her paintings and video works. Another defining feature throughout her career is movement and rhythm. Gradually, she also turned toward elements of nature, which found their way into her paintings, videos, and multimedia installations.
Later, after returning to Iceland, she began creating performances in which she placed a canvas on a specially made drum base and painted/drummed with custom-made sticks to live or pre-recorded music, sometimes improvised, sometimes composed. The works created in this way reflect the rhythms of nature, vegetation, and lichen. She sometimes paints such works in her studio, selecting recorded music as accompaniment.
Last year, Sigrún had the honor of exhibiting at Vašulka Kitchen Brno in the Czech Republic—a venue for research and artistic experimentation in the field of new media art. The institution houses an archive of the works of Woody and Steina Vašulka, with a permanent exhibition of selected pieces. It also hosts exhibitions by artists connected to their legacy; the Vašulkas were pioneers in developing video-based art. Permutation(s) is the title of the interactive multimedia work Sigrún created specifically for the VKB exhibition, where Icelandic nature converses with the surrounding forests of Brno.
The exhibition is supported by the Icelandic Visual Arts Fund and Myndstef.
Curator: Inga Jónsdóttir
More information: sigrunhardar.is


