Margrét Reykdal: SAMSPIL
fim., 14. ágú.
|Reykjavík
Sýning í SÍM Gallery 14.08. - 07.09. 2025 Opnun: Fimmtudaginn 14. ágúst kl 18


Dagsetning & tími
14. ágú. 2025, 18:00 – 07. sep. 2025, 17:00
Reykjavík, Hafnarstræti, 101 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
Sýning í SÍM Gallery 14.08. - 07.09. 2025
Opnun: Fimmtudaginn 14. ágúst kl 18
Þessi sýnig á verkum mínum í SÍM Gallery er mér mikilvæg.
Mörg ár eru liðin frá síðustu sýningu á Íslandi.
Lengi vel lagði ég höfuðáherslu á að sýna verk mín heima, þetta voru viðamiklar sýningar, eins og á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Hafnarborg, og víðar. Þar að auki sýning í sýningarsal norræna ráðherraráðsins í Kaupmannahöfn. Síðan hef ég sýnt verk mín í Osló og í nágrenni borgarinnar, og tekið þátt í samsýningum.
Hef ég margoft verið spurð: „Ætlar þú ekki að fara að koma heim með sýningu?“ Svarið er einfalt. Flutningar á sýningum milli landa er mjög kostnaðarsamt fyrirtæki, því fylgir mikið umstang, og slíkt er ekki mögulegt til lengdar. Við sem búum ekki í heimalandinu höfum þannig ákveðna sérstöðu. Staðan er sjálfvalin, og ég vinn ótrauð áfram í vinnustofunni sem ég er svo heppin að hafa að leigu hjá Oslóarborg. Það var samt kominn tími á að koma heim, bæði sjálfrar mín vegna og í þakklætisskyni við alla sem hafa hvatt mig gegnum árin.
Um verkin á sýningunni
Á þessarri sýningu eru valin verk frá síðustu árum, málverk unnin í olíu- eða akrýllit. Efnismeðferð og útfærsla er misjöfn, en öll eru þau sprottin af sama grunni. Á ég við innilegan áhuga minn á sambandi manns og náttúru, þar sem lífsskilyrðum og tilveru oft er ógnað. Við deilum jörðinni með öðrum lífverum, alheimurinn er okkar sameiginlegi uppruni. Stórt og smátt eru eitt.
Ég sýni hér meðal annars hluta af tveimur myndröðum. Myndröðina „Stjörnuryk“vann ég á árunum 2010 - 2017, en tvö af þeim verkum má sjá hér. Síðan hef ég síðustu árin unnið röð verka sem ég kalla „Gróður“. Útfærslan varð af einhverri nauðsyn að hluta náttúrulíkari en nokkuð sem ég hef áður gert. Um leið held ég að þessi verk megi upplifa og túlka á margvíslegan hátt. Auk þessa eru möguleikar og takmarkanir málverksins mér alltaf hugleikið efni.
Eitt verkanna ber titilinn „Samspil“. Þann titil hef ég valið fyrir þessa sýningu sem heild.
Það er ósk mín að myndirnar mínar nái að endurspegla auðmjúka afstöðu til lífs og listar. Eftir langan starfsferil, þar sem ég jafnframt hef unnið við að miðla list til almennings, er vissan um að þurfa ekki „að finna upp hjólið“ yndisleg. Raunveruleg nýsköpun er fáum gefin, en um leið er öll listsköpun bæði einstök og hluti af stærri heild.
English
Exhibition at SÍM Gallery 14.08. – 07.09. 2025
Opening: Thursday 14th August at 6pm
This exhibition of my work at SÍM Gallery is very important to me.
Many years have passed since my last exhibition in Iceland.
For a long time, I focused primarily on showing my work at home. These were large exhibitions, such as at Kjarvalsstaðir, the Nordic House, Hafnarborg, and elsewhere. In addition, I had an exhibition in the gallery of the Nordic Council of Ministers in Copenhagen. Since then, I have exhibited my work in Oslo and its surroundings and participated in group exhibitions.
I have often been asked: “Aren’t you going to come home with an exhibition?”The answer is simple. Transporting exhibitions between countries is very costly and involves a great deal of logistics, making it unsustainable in the long run. Those of us who do not live in our home country thus have a certain special position. The situation is self-chosen, and I continue working diligently in the studio I am fortunate to rent from the City of Oslo. Still, it was time to come home — both for myself and out of gratitude to all those who have supported me through the years.
About the works in the exhibition
This exhibition features selected works from recent years — paintings in oil or acrylic. The handling of materials and execution vary, but they all stem from the same foundation. By this, I mean my deep interest in the relationship between humans and nature, where the conditions of life and existence are often under threat. We share the Earth with other living beings; the universe is our common origin. The large and the small are one.
Among other things, I am showing parts of two series of paintings. The series “Stardust” I worked on from 2010 to 2017, and two of those works can be seen here. In recent years, I’ve worked on a series called “Growth”. For some reason, the execution became more nature-like than anything I had done before. At the same time, I believe these works can be experienced and interpreted in many different ways. In addition, the possibilities and limitations of painting are always on my mind.
One of the works is titled “Interplay”. I have chosen that title for the exhibition as a whole.
It is my hope that my paintings reflect a humble approach to life and art. After a long career — during which I have also worked to bring art to the public — the certainty of no longer needing “to reinvent the wheel” is a joy. True innovation is given to few, yet all art-making is both unique and part of a greater whole.


