top of page

Kristín Elva Rögnvaldsdóttir & Guðbjörg Guðmundsdóttir: Hvít hljóð og nokkur Ílát

lau., 22. nóv.

|

Reykjavík

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Hvít hljóð og nokkur Ílát 22. nóvember kl 15:00 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16. Þar verða sýnd verk eftir Kristín Elvu Rögnvaldsdóttur og ljóð eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttir.

Kristín Elva Rögnvaldsdóttir & Guðbjörg Guðmundsdóttir: Hvít hljóð og nokkur Ílát
Kristín Elva Rögnvaldsdóttir & Guðbjörg Guðmundsdóttir: Hvít hljóð og nokkur Ílát

Dagsetning & tími

22. nóv. 2025, 15:00 – 19. des. 2025, 16:00

Reykjavík, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Hvít hljóð og nokkur Ílát 22. nóvember kl 15:00 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16. Þar verða sýnd verk eftir Kristín Elvu Rögnvaldsdóttur og ljóð eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttir.


Opið daglega til 19. desember, frá kl. 12:00-16:00 alla daga, fyrir utan opnunardaginn.


Hvítt hljóð er surg.


Annars er erfitt að skilgreina það.


Ef til vill heyrum við það í hvössum vindi, kannski þegar útvarpið er ekki stillt á rétta bylgjulengd. Það er hægt að kaupa tæki sem gefa frá sér hvít hljóð, þau eru sett nálægt sofandi barni til að hjálpa því að sofa. Hljóðið er líkt kunnuglegum hljómi úr móðurkviði. Þegar mannshugurinn er ekki stilltur inn á ákveðnar bylgjulengdir sleppum við honum lausum. Hvítt hljóð er hljómur lífs sem hefur kviknað, varnarleysis og sköpunar.


Guðbjörg Guðmundsdóttir er fædd 1977 í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands árið 2001, og síðar lauk hún MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla.


Guðbjörg hef skrifað og tekið þátt í fjölbreyttum skapandi verkefnum á mörgum sviðum. Má þar nefna gerð útvarpsþátta um írska tungumálið (2012) og þættina Stutt langt stutt sem fjölluðu um mors (2021). Hún hélt pub quiz á utandagskrá Sequences listahátíðarinnar árið 2019 og hefur skrifað sögur og viðtöl frá Vesturlandi fyrir héraðsfréttablaðið Skessuhorn.


Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, fædd 1972, starfar og býr í Reykjavík. Árið 2001 útskrifaðist hún með MA frá Konunglega Listaháskólanum í Stokkhólmi, áður hafði hún útskrifast frá Myndlistar og Handíðaskóla Íslands með Diplóma í Skúlptúr.


Á þessu ári hélt Kristín Elva einkasýninguna Í lát í Mjólkurbúðinni - Sal myndlistarfélagsins á Akrueyri. Tveimur árum áður dvaldi hún sem gestalistamaður á vinnustofunni Deiglan, þar sem hún hélt fyrirlestur á Þriðjudags fyrirlestrarröð Listasafns Akureyrar. Kristín Elva hefur tekið þátt í samsýningunum; Karnal Knowledge, sem sett var m.a upp í Trollhättan Art Gallery í Svíþjóð og Nýlistasafninu á Íslandi. Bitch, Gula húsið, Reykjavík. Sýning, Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Det Låter Som Konst, Moderna Museets Vänner, Moderna Museet, Stokkhólmi. Einnig hefur hún komið fram fyrir hönd Sors listahópsins á Art Fair Solentuna, í Stokkhólmi og tekið þátt í Sequences Art Festival og Menningarnótt í Reykjavík.



//



You are warmly invited to the opening of the exhibition White Noise and a Few Containers on November 22 at 3:00 PM at SÍM Gallery, Hafnarstræti 16. The exhibition features works by Kristín Elva Rögnvaldsdóttir and poetry by Guðbjörg Guðmundsdóttir.


Open daily until 19th December, from 12-4 PM every day, excluding the opening day.


White noise is a murmur.


Otherwise, it is difficult to define.


Perhaps we hear it in a sharp wind, or maybe when the radio isn’t tuned to the right frequency. It’s possible to buy devices that emit white noise — they’re placed near a sleeping child to help it rest. The sound resembles the familiar hum from the womb. When the human mind isn’t tuned to specific frequencies, we let it wander free. White noise is the resonance of new life, of vulnerability and creation.


Guðbjörg Guðmundsdóttir was born in 1977 in Reykjavík. She graduated with a BA in English from the University of Iceland in 2001, and later earned an MA in Journalism and Mass Communication from the same institution.


Guðbjörg has written and participated in a wide variety of creative projects across multiple fields. Among them are radio programs about the Irish language (2012) and the series “Stutt langt stutt” (“Short Long Short”), which explored Morse code (2021). She hosted a pub quiz as part of the off-schedule program for the Sequences Art Festival in 2019 and has written stories and interviews from West Iceland for the regional newspaper Skessuhorn.


Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, born in 1972, lives and works in Reykjavík. In 2001 she received an MA from the Royal University College of Fine Arts in Stockholm, having previously graduated from the Icelandic College of Art and Crafts with a Diploma in Sculpture.


Earlier this year, Kristín Elva held a solo exhibition, “Í lát,” at Mjólkurbúðin – the gallery of the Akureyri Art Society. Two years earlier, she was an artist-in-residence at Deiglan Studio, where she gave a lecture as part of the Tuesday Lecture Series at the Akureyri Art Museum.


Kristín Elva has participated in numerous group exhibitions, including: Karnal Knowledge (shown at Trollhättan Art Gallery, Sweden, and at the Living Art Museum, Iceland), Bitch, Gula húsið, Reykjavík, Sýning, Árnesinga Art Museum, Hveragerði, Det Låter Som Konst, Moderna Museets Vänner, Moderna Museet, Stockholm. She has also represented the Sors art collective at Art Fair Solentuna in Stockholm and taken part in both the Sequences Art Festival and Culture Night in Reykjavík.

Share this event

bottom of page