top of page

Kristbergur Ó. Pétursson: Málverk og ljóð

fös., 06. jún.

|

Reykjavík

Kristbergur Ó. Pétursson: Málverk og ljóð
Kristbergur Ó. Pétursson: Málverk og ljóð

Dagsetning & tími

06. jún. 2025, 17:00 – 22. jún. 2025, 21:00

Reykjavík, 112 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn

Opnun föstudaginn 6 júní kl. 17 til 19.

Opið mið til sun kl. 13 til 17.

Listamannaspjall sunnudaginn 22 júní kl. 14.

Lokahóf sunnudaginn 22 júní kl. 15 til 17.

Sýningunni lýkur sunnudaginn 22 júní.

Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitamyndir unnar á undanförnum árum fyrir þessa sýningu. Ljóð koma einnig við sögu á Hlöðuloftinu. Kristbergur hefur fengist við ljóðagerð í þónokkur ár og ljóð hafa verið gildur þáttur í síðustu sýningum hans.

Kristbergur stundaði nám við Myndlista og Handíðaskóla Íslands 1979 til ‘85 og við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985 til ’88. Hann á að baki fjölmargar einkasýningar auk þátttöku í samsýningum heima og erlendis. Verk eftir Kristberg eru í eigu nokkurra helstu listasafna landsins og má þar nefna Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjanesbæjar og Hafnarborg.

Hann hefur sex sinnum hlotið listamannalaun, nú síðast árið 2024 til að klára verkin fyrir þessa sýningu auk verka fyrir samsýningu sem hann tók þátt í í Amsterdam í nóvember 2024. Auk listamannalauna hefur hann fengið verkefnastyrki úr Myndlistarsjóði, styrki frá Muggi ferðasjóði og verkefnastyrki frá Hafnarfjarðarbæ.

Share this event

bottom of page