top of page

Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir: GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ

þri., 29. júl.

|

Reykjavík

GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ er yfirskrift einkasýningar Ingibjargar Rannveigar Guðlaugsdóttur sem opnar á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 29. júlí kl.16.

Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir: GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ
Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir: GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ

Dagsetning & tími

29. júl. 2025, 16:00 – 02. ágú. 2025, 18:00

Reykjavík, 112 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn

GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ er yfirskrift einkasýningar Ingibjargar Rannveigar Guðlaugsdóttur sem opnar á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 29. júlí kl.16.


Opið:

29.07.2025-02.08.2025

15:00-18:00 hvern dag fyrir utan opnunardaginn.


,,Giv mí tyggigúmmí’’ sagði lítil fimm ára stúlka við hermann

sem hallaði sér upp að ljósastaur þar sem hann stóð vörð

utan við heimili hennar í seinni heimsstyrjöldinni.

Myndirnar á þessari sýningu eru í sama dúr. Minningar Ingibjargar

frá æsku og unglingsárunum í Vestmannaeyjum verða að

abstrakt málverkum eins og Ingibjörg sér minningarnar.

Giv mí tyggigúmmí er fyrsta einkasýning Ingibjargar Rannveigar.


Ingibjörg er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, bjó

mörg ár Svíþjóð og í Bandaríkjunum og býr nú í Reykjavík.

Ingibjörg byrjaði snemma að mála og teikna sem barn og hefur sótt

námskeið í málun við Myndlistarskóla Reykjavíkur og við Gerlesborgskolan í Svíþjóð og víðar.

Hún er með vinnustofu á Grandagarði ásamt hópi málara.

Í verkum sínum vinnur Ingibjörg með persónulegt myndmál, skoðar hvernig minningar geymast í líkamanum og verða að litríkum sögum á striga.


Sýningarstjóri er sonardóttir Ingibjargar, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, myndlistamaður. Silfrún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Síðan þá hefur hún haldið sýningar en einnig sýningarstýrt. Meðal annars stofnaði hún Vatnshelda Galleríið ásamt Töru njálu Ingvarsdóttur og sýningarstýrðu þær saman Stálsmiðjunni 2017-2019.






ENGLISH



"Giv mí tyggigúmmí" is the title of Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir's solo exhibition, opening at Hlöðuloftið in Korpúlfsstaðir on Tuesday, July 29 at 4 PM.


Opening hours:

July 29 – August 2, 2025

3 PM – 6 PM daily, except for the opening day.


"Giv mí tyggigúmmí" ("Give me chewing gum") were the words spoken by a small five-year-old girl to the soldier who leaned against a lamp post as he stood guard outside her home during World War II.

The paintings in this exhibition follow a similar tone. Memories from childhood and teenage years in the Vestman Islands south of Iceland become abstract paintings, reflecting the way Ingibjörg remembers them.

Give mí tyggigúmmí is Ingibjörg Rannveig's first solo exhibition.


Ingibjörg was born and raised in the Vestman Islands, lived for many years in Sweden and the United States, and now resides in Reykjavík.

Ingibjörg drew and painted as a child and teenager, and later attended painting courses at the Reykjavík School of Visual Art and Gerlesborg School of Fine Art in Sweden, among other places. She now paints as part of a group of painters who share a studio on Grandagarður in Reykjavík.

In her work, Ingibjörg uses a personal visual language, exploring how memories are stored in the body and transformed into colorful stories on canvas.


The curator is Ingibjörg’s granddaughter, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, she is a visual artist. Silfrún graduated from fine arts in 2020 and has since held and curated exhibitions. She and Tara Njála Ingvarsdóttir organized the art festival Stálsmiðjan 2017-2019, and the two of them ran the artist-run space Vatnshelda Galleríið.

Share this event

bottom of page