Heidi og strönd - Heidi Strand
lau., 09. júl.
|SÍM Hlöðuloftið
Heidi og strönd - Heidi Strand Hlöðuloftið, Korpúlfsstöðum Heidi Strand heldur sýningu á textilverkum sínum á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum dagana 9. til 31. júlí nk. Sýningaropnun laugardaginn 9. júlí kl 14.


Dagsetning & tími
09. júl. 2022, 14:00
SÍM Hlöðuloftið, Thorsvegur, 112 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Hlöðuloftið, Korpúlfsstöðum: Heidi og strönd - Heidi Strand
Heidi Strand heldur sýningu á textilverkum sínum á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum dagana 9. til 31. júlí nk. undir heitinu Heidi og strönd.
Sýningin opnar laugardaginn 9. júlí kl 14
Á sýningunni verða 70 verk, flest unnin á tímabilinu frá 2015 til dagsins í dag og aðeins örfá þeirra hafa verið sýnd áður.
Nær öll nýrri verkin eru unnin með nálaþæfingu á votþæfðan grunn.
Viðfangsefni verkanna tengist fyrst og fremst því sem mest heillar Heidi á Íslandi en hún flutti fyrst til landsins í byrjun árs 1972 og hefur búið hér síðan, þó með hléum.
Sýningin markar auk þess ýmis tímamót í lífi Heidiar, hún fagnar gullbrúðkaupi í sumar, verður sjötug í janúar og í desember verða komin 40 ár síðan hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal. Þær eru nú orðnar 25 og á öllum Norðurlöndunum. Hún hefur einnig átt verk á 32 samsýningum víða um heim. Margar þeirra hafa verið farandsýningar og farið víða um Evrópu og Bandaríkin auk Kóreu og Japans, sjá nánar á www.heidistrand.com
Sýningin verður opin alla daga frá kl. 12 til 18.