EUTHYMIA - Camilla Reuter og Valgerður Ýr Walderhaug
lau., 10. des.
|SÍM Gallery
Verið velkomin á sýningu Camillu Reuter og Valgerðar Ýrar Walderhaug, sem ber titilinn Euthymia, í Sím salnum. Opnun er laugardaginn 10. desember kl 17-19.
Dagsetning & tími
10. des. 2022, 17:00 – 22. des. 2022, 16:00
SÍM Gallery , Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
EUTHYMIA - Camilla Reuter og Valgerður Ýr Walderhaug
Verið velkomin á sýningu Camillu Reuter og Valgerðar Ýrar Walderhaug, sem ber titilinn Euthymia, í Sím salnum.
Opnun er laugardaginn 10. desember kl 17-19.
Síðasti sýningardagur er 23. Desember.
Opnunartímar eru alla virka daga milli 12 og 16. Sím salurinn er staðsettur við Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.
Hugtakið euthymia er dregið af grísku orðunum „eu“ (vel) og „thymo“ (sál eða tilfinning).
Samkvæmt forngríska heimspekingnum Demokritos er euthymia grundvöllur lífsmarkmiða mannsins sem næst þegar manneskja er sátt við augnablikið. Í sálfræði vísar euthymia til jafnlyndis, millibilsástands maníu og þunglyndis, sem er markmið meðferðar en þó aðgreinanlegt frá andlegu ástandi heilbrigðs fólks.