top of page

Ernst Backman: Hönnun í 50 ár

fös., 08. ágú.

|

Reykjavík

Ernst Backman opnar sýngu á verkum sínum á Korpúlfsstöðum sem hann kallar hönnun í 50 ár. Sýningin verður opin frá 8. til 24. ágúst miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 12-18.

Ernst Backman: Hönnun í 50 ár
Ernst Backman: Hönnun í 50 ár

Dagsetning & tími

08. ágú. 2025, 17:00 – 24. ágú. 2025, 18:00

Reykjavík, 112 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn

Ernst Backman opnar sýngu á verkum sínum á Korpúlfsstöðum sem hann kallar hönnun í 50 ár. Um langa hríð sérhæfði Ernst sig í hönnun á plötualbúmum og bókarkápum og vann þá fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir.


Hann fékk snemma mikinn áhuga á iðnhönnun og stundaði nám í þeirri grein við Konstfack lista- og hönnunarháskólann í Stokkhólmi frá 1972 til1976. Þar nam hann undir leiðsögn rómaðra kennara á borð við Bengt Ek og Lalle Lalestad. 1977 setti hann á fót auglýsingastofu í Reykjavík sem lét fljótlega til sín taka á þeim markaði – með fjölda hönnuða og hæfileikaríka einstaklinga í vinnu. 2002 stofnaði stofnaði hann og hannaði Sögusafnið í Reykjavík, fyrst í Perlunni og síðar á Grandagarði, og rekur það enn ásamt eiginkonu sinni.


Á síðustu árum hefur Ernst snúið sér að málaralist og gerð skúlptúra.


Sýningin verður opin frá 8. til 24. ágúst miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 12-18.

Share this event

bottom of page