Arthur Ragnarsson: Draumur völvunnar
fim., 29. maí
|Reykjavík
Sýningaropnun fimmtudaginn 29. maí kl 17:00-20:00. Verið velkomin.


Dagsetning & tími
29. maí 2025, 17:00 – 26. jún. 2025, 17:00
Reykjavík, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
Arthur Ragnarsson vinnur aðallega í grafít og akrýl á striga og myndefnið tengist íslenskri menningarsögu og náttúru. Á þessari sýningu er listamaðurinn að skoða fegurð veraldar handan hversdagslífsins og snerta strengi samvitundar í þjóðarsálinni.
Arthur er fæddur á Siglufirði árið 1958 og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981. Arthur flutti til útlanda að námi loknu en býr nú og starfar að mestu í Svíþjóð. Hann hefur einnig vinnuaðstöðu bæði í Finnlandi og hér á Íslandi sem hann nýtir góðan hluta úr ári.
Myndlistin er líflína Arthurs að uppruna sínum, menningarsögu og náttúru. Viðfangsefnið spinnst bæði um líkamleg tengsl við umhverfið sem og um huglægt samband og minningar. Í verkum sínum er listamaðurinn að leitast eftir samkennd og heimkynnum í samfélagi sem er orðið honum nær ókunnugt. Listamaðurinn finnur fegurðina að baki hversdagslífsins þar sem hann þróar með sér hugarfar og vinnubrögð sem hlýða undirmeðvitundinni. Arthur horfir út fyrir sína eigin reynslu og lætur sér stjórnast af tilviljanakenndri leikni frekar en að stefna að fyrir fram gefnum árangri. Þar falla lögmál um sig sjálf og hæfileika þrýtur. Á þessari leið á milli drauma og veruleika er Arthur nemandinn þar sem vinnuferlið sjálft er kennarinn.
Arthur vinnur með völdum galleríum íÞýskalandi, á Íslandi, í Svíþjóð og í Finnlandi. Þekktasta verk listamannsins hér á landi er skúlptúrinn Síldarstúlkan sem stendur á bryggju við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Listaverkið, sem var meðal annars fjármagnað með stuðningi frá ríkisstjórn Íslands, var afhjúpað af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í júlí árið 2023.