top of page

Undirskriftasöfnun til stuðnings Palestínu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. mars 2024

Undirskriftasöfnun til stuðnings Palestínu

Af gefnu tilefni vill stjórn SÍM - Sambands íslenskra myndlistarmanna hvetja alla listamenn til að sýna stuðning við þá sem þjást vegna stríðsátaka í heiminum.

Smelltu á hlekkinn til að skrifa undir: https://forms.gle/qyToEyuSnsEwuvG87

Við stöndum heilshugar með íbúum Palestínu og fylgjum þar með eftir þeim félögum listamanna og öðrum menningarstofnunum sem nú þegar hafa rofið þögnina og köllum eftir tafarlausu vopnahléi.

Við skorum á Ríkisstjórn Íslands og valdhafa að halda áfram að veita fjárhagslega aðstoð við flóttamannahjálp UNRWA og beita sér fyrir fjölskyldusameiningu palestínskra ríkisborgara sem þegar hafa fengið hæli hér á landi.

Fyrir hönd stjórnar SÍM, og fagfélaga innan SÍM,

Anna Eyjólfsdóttir, formaður
Hlynur Helgason
Þóra Karlsdóttir
Pétur Thomsen
Soffía Sæmundsdóttir
Elísabet Stefánsdóttir, formaður Íslensk Grafík
Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélagsins
Daði Harðarson, formaður Leirlistafélagsins
Þorgerður Hlöðversdóttir, formaður Textílfélagsins
María Kjartansdóttir, formaður FÍSL
Guðbjörg Lind Jónsdóttir, formaður FÍM

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page