top of page

ART67: Sighvatur Karlsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. júlí 2023

ART67: Sighvatur Karlsson

Sighvatur var lengi sóknarprestur í Húsavíkursókn en er núna í hlutastarfi í Hafnarfjarðarkirkju.

Sighvatur hefur um árabil stundað myndlist í frístundum. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt enda margt sem heillar augað í íslenskri náttúru þar sem litapaletta skaparans blasir við augum.

Undanfarin misseri hefur hann stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs í frjálsri málun og blandaðri tækni undir leiðsögn Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, Ingimars Waage og Söru Vilbergsdóttur. Þar hefur hann verið að kynna sér samspil lita, tilfinninga og tónlistar. Hann er heillaður af klippimyndagerð og hyggst þróa hana áfram. Undanfarið hefur hann málað stórar abstrakt myndir þar sem geómetrískir litafletir þekja strigann. Hringformið heillar líka því að það býður upp á mýkt og fegurð sem fær áhorfandann til að líða vel í sál og sinni. Hann hefur málað táknmyndir trúarinnar, m.a. 10 verk þar sem hann íhugaði 10 valin vers úr Davíðssálmum, einu af ritum gamla testamentisins en þar kemur hringformið við sögu.

Það er óhætt að segja að list Sighvats hafi breyst með árunum en hann málar ýmist með penslum, hnífum eða krítarkortum. Límir pappír og bylgjupappa, dagblöð, andrésblöð, símaskrá og jafnvel nýja testamentið á strigann og málar yfir.

Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar hér á landi og í Færeyjum.

Málverkin í Art67 eru innblásin af íslenskri náttúru auk annarra verka í blandaðri tækni.

Sýningin stendur til loka ágúst, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.

Art67 er opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 17:00 Sunnudaga 13:00 – 16:00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page