top of page
Anchor 1

Við borgum myndlistarmönnum: Sýningarhald

Listasöfn á Íslandi beita reikniaðferðum við að greiða myndlistarmönnum fyrir þátttöku í sýningum. Greiðslur þessar byggja á samningum sem upphaflega voru gerðir við Listasafn Reykjavíkur.

 

Skv. þessum reglum er það mánaðarupphæð listamannalauna sem ákvarðar upphæð greiðslna en þær byggja að öðru leyti á umfangi þátttöku listamanna í sýningum. Útfærslur reglanna eru í meginatriðum eins, þótt skilgreining sé oft nánari en hér kemur fram út frá því húsnæði sem söfnin hafa til afnota. 

Athugið að þessar upphæðir byggja á upplýsingum frá stóru söfnunum. Enn á eftir að semja um útfærslu við mörg minni safnanna.

Flokkur
Lýsing
Þóknun
Launamán.
A
Yfirlitssýning á verkum listamanns sem starfað hefur í minnst 20 ár, sýning á pöntuðu verki/verkum sem fyllir stórt sýningarrými. Einkasýning á mörgum nýjum verkum stórum sal eða sýningarrými.
1.178.208
2
B
Einkasýning á pöntuðu verki eða nýjum verkum í minni sölum eða sýningarrýmum. Ný verk eða pöntuð á samsýningu með 4 listamönnum eða færri í stærri sýningarsölum.
589.104
1
C
Þátttaka í samsýningu 5 – 10 listamanna með pöntuð eða ný verk í stærri sölum. Samsýning allt að 4 listamanna með pöntuð eða ný verk í minna rými eða litlum sai. Einkasýning á eldriverkum í litlu rými. Flutningur nýs umfangsmikils gjörnings.
294.552
0.5
D
Þátttaka með ný verk í samsýningu með 10 listamönnum eða fleiri. Þátttaka með eldri verk í samsýningu með 10 listamönnum eða færri. Flutningur nýs gjörnings.
147.276
0.25
E
Þátttaka með eldra verk í samsýningu fleiri en 10 listamanna. Flutningur eldri gjörnings. Stök sýning á myndbandsverki (1-3 skipti).
73.638
0.125
bottom of page