

TORG Listamessa Reykjavík er haldin á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum og er einn stærsti sýningar – og söluvettvangur myndlistar á Íslandi þar sem sjá má á einum stað fjölbreytileg listaverk eftir listamenn sem allir eru félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Tilgangur Torgs er margþættur þ.e. að auka sýnileika myndlistarinnar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist sem og að eignast listaverk eftir íslenska eða erlenda listamenn sem starfa hér á landi. Ætlunin er auk þess að veita áhugafólki um myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist milliliðalaust og eiga um leið persónulegt samtal við listamennina sjálfa. TORG Listamessa 2022 verður haldin dagana 14.-23. október nk.
Sýningarstjóri er Ayis Zita
OPNUN:
FÖSTUDAGINN 14. OKTÓBER KL 18:00 TIL 20:00
OPNUNARTÍMI:
LAUGARDAG 15. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00
SUNNUDAG 16. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00
FÖSTUDAG 21. OKTÓBER KL 18:00 TIL 20:00
LAUGARDAG 22. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00
SUNNUDAG 23. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00
FJÓSIÐ KAFFIHÚS: OPIÐ Á SAMA TÍMA
SÍM HLÖÐULOFTIÐ KORPÚLFSSTAÐIR
THORSVEGUR 1, VIÐ KORPÚLFSSTAÐAVEG,
112 REYKJAVÍK
LANGAR ÞIG TIL AÐ EIGNAST LISTAVERK EFTIR
SAMTÍMALISTAMANN?
HVERNIG ER BEST AÐ BERA SIG AÐ?
Við mælum með að skoða básana og nota þennan bækling til að punkta við þá bása sem þið hafið áhuga á. Talið við listamennina, spyrjið þá um verkin og hugmyndir þeirra tengdar verkunum. Biðjið þá að segja ykkur frá og eigið fróðlegt og skemmtilegt samtal. Spyrjið svo um verð þess verks eða verka sem hugur ykkar stendur til. Kaup listaverka ættu alltaf að vera ánægjulegur viðburður fyrir báða aðila.
UPPLÝSINGAR VEGNA KAUPA Á LISTAVERKUM Á TORG LISTAMESSU
ENGIN SÖLUÞÓKNUN
TORG Listamessa tekur enga þóknun vegna sölu listaverka á messunni, kaupverð rennur þvi óskipt og alfarið til listamanna, höfunda listaverkanna.
HVERNIG HÆGT ER AÐ GREIÐA FYRIR LISTAVERKIN?
1. Hægt er að staðgreiða með peningum eða greiða í heimabanka
með farsíma.
2. Hægt er að kaupa listaverk með vaxtalausum afborgunum samkvæmt sérstökum greiðslusamningi. Er þá gerður samningur milli viðskiptavinar og listamanns og fyrsta greiðslan greidd á staðnum. Viðskiptavinurinn fær síðan senda kröfu i heimabanka sinn mánaðarlega þar til listaverkið er greitt að fullu.
AFHENDING SELDRA LISTAVERKA
Listaverk verða afhent nýjum eigendum í bás listamanns strax eftir lokun messunnar á sunnudaginn 31. október, milli kl 18:00 og 19:00, nema um annað hafi verið samið.
ARTISTS 2022
Fríða Freyja
Hafdís Brands
Olya Kroitor
Alistair Macintyre
Laura Valentino
Hlynur Helgason
FÍSL
Íslensk Grafík
Textílfélagið
Inga Huld Tryggvadóttir
Malgorzata Maria Porazewska
Marilyn Herdís Mellk
Valgerður Björnsdóttir
Þórdís E.Jóelsdóttir
Þorgerður Jörundsdóttir
Kristbergur Ó. Pétursson
Oddrún Pétursdóttir
Michael Richardt
Solveig Thoroddsen
Kristín S Garðarsdóttir
Kristín Geirsdóttir
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Katrín Matthíadóttir
Halldór Kristjánsson
Fanný María Brynjarsdóttir
María Manda Ívarsdóttir
Regina Magdalena Loftsdóttir
Jelena Antic
Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir
Helga Sif Guðmundsdóttir
Helga Jóhannesdóttir
Steinunn Bergsteinsdóttir
Georg Douglas
Dóra Kristín Halldórsdóttir
Ásdís Þórarinsdóttir
Árný Björk Birgisdóttir
Ólöf Björg Björnsdóttir
Seljavegur Artist Wall:
Úlfur Karlsson, Sigurður Unnar Birgisson, Hjálmar Guðmundsson, María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir, María Magdalena Ianchis