Við erum jörðin – við erum vatnið: Heimir Freyr Hlöðversson 03.02.2023 - 02.02.2024

miðvikudagur, 1. febrúar 2023
Við erum jörðin – við erum vatnið: Heimir Freyr Hlöðversson 03.02.2023 - 02.02.2024
Við erum jörðin – við erum vatnið er titill margmiðlunarsýningar eftir Heimi Frey Hlöðversson sem opnuð verður í Sjóminjasafninu í Reykjavík á Safnanótt 3. febrúar kl. 20. Alexandra Briem opnar sýninguna. Öll velkomin og frítt inn.
Í verkinu Við erum jörðin – við erum vatnið fáum við óvenjulega innsýn í ægifögur form náttúrunnar. Ljóðræna sýn á hið agnarsmáa í hinu risastóra, sem tækninýjungar veita okkur. Um leið er verkið dreyminn sjónrænn leikur við síbreytanleg form sem skapast stöðugt í kringum okkur en við komum alla jafna ekki auga á. Okkur er boðið í ferðalag nánast inn í efnin sjálf, sameiningu og umbreytingarferli þeirra.
Umbreytingaferli náttúrunnar er einn magnaðasti kennari okkar í lífinu, hefur eilíft aðdráttarafl og minnir okkur á óendanlega möguleika en um leið ófyrirsjáanleika lífsins. Breytingar eru hluti af eðlilegu vaxtarferli og lífkeðju en í seinni tíð eiga annarskonar umbreytingar sér stað í náttúrunni fyrir tilstilli hlýnunar jarðar. Þessar breytingar eru á okkar tímum orðnar afar raunverulegar, við ekki bara vitum af þeim heldur finnum fyrir þeim. Við sjáum mun á jöklum, upplifum óvenjulegt veðurfar og sjáum lífríkið í kringum okkur taka stakkaskiptum. En mörgum fallast hendur við tilhugsunina um hvernig sporna megi við hlýnun jarðar, hvað við getum gert?
- Birta Guðjónsdóttir
Heimir Freyr er kvikmyndagerðarmaður, listamaður og margmiðlunarhönnuður á Íslandi. Hann gerir kvikmyndir, listainnsetningar og sýndarveruleika-upplifanir