Vel gert ! Gallerí Fyrirbæri / Gjörningar og tónlistardagskrá 17.03
fimmtudagur, 16. mars 2023
Vel gert ! Gallerí Fyrirbæri / Gjörningar og tónlistardagskrá 17.03
Föstudagskvöldið 17. mars mun Gallerí Fyrirbæri standa fyrir gjörningar og tónlistar viðburðnum "Vel gert!" í Gallerí Fyrirbæri á Ægisgötu 7 milli kl 18 - 22 og allir velkomnir.
Fram koma Siggi Olafsson sem flytur efni af nýrri plötu, Anton Lyngdal með gjörningin "Back to the Roots R.I.P. Mamma Exodus” ásamt hópi rappara, Katrín Inga Hjördísardóttir Jónsdóttir verður með hljóðgjörninginn "Hrár Tærleiki" og Unnur Andrea Einarsdóttir aka Apex Anima mun spila og syngja frumsamið efni.
Viðburðurinn er liður í fjáröflun sem stendur yfir til styrktar vinnustofum Fyrirbæris og ef fólk hefur áhuga á að styrkja söfnunina er bent á linkinn hér en einnig eru verkin á sýningunni til sölu ásamt öðrum varning sem verður til sýnis á kvöldinu.