top of page

Svavarssafn: DÝR. AVATAR. VÉL.

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. janúar 2025

Svavarssafn: DÝR. AVATAR. VÉL.

DÝR. AVATAR. VÉL. er sýning sem veltir fyrir sér framtíð líkama okkar. Mörkin á milli sjálfs og vef-sjálfs eru að mást út. Á meðan þau eru hverfandi stendur eftir spurning um hver við erum og hver við verðum, í fljótandi heimi tæknimenningar.

Tölvuvædd kerfi hafa breytt því hvernig við eigum í samskiptum við aðra, samsvörum okkur í heiminum, neytum upplýsinga og tengjumst eigin líkama. Hægt er að lifa heila ævi í stafrænum háloftum. Tækin geta veitt okkur upplýsingar um ferðalög ástvina, svefnmynstur nýliðinnar nætur, um heimsfréttir og óreglu í hjartslætti okkar, allt á sama tíma. Eftir því sem við reynum að halda í við sífjölgandi tækninýjungar þenjumst við út eða stökkbreytumst í hálf líkamnaða/hálf stafræna blendinga, fljótandi verur, líkama-sem-avatar.



Vídeóinnsetningin Technoflesh eftir Unni Andreu Einarsdóttur og Panju Göbel felur í sér kvikmynd frá sýningu þeirra 2024 í sýningarými í Þrándheimi í Noregi, sem líktist fundi sértrúasöfnuðar, þar sem listamennirnir notuðu Muse heilaband, sérsniðið andlitslestrarforrit og spjaldtölvu til að virkja og safna gögnum um heilastarfsemi þátttakenda. Í sviðssettri vísindaskáldsögulegum aðstæðum var þátttakendum falið að keppa um að eignast virta metaverse sýndarveruleika- avatara með því að sameina heilabylgjur þeirra við tæknibætt hold þeirra.

BeastQuest er vist-fútúrísk vísindaskáldsöguleg kvikmynd eftir Kolbein Huga, sem færir mörkin jafnvel enn lengra handan hins mennska. Myndin fjallar um ómennskan Hive Cluster stjórnanda, sem starfar á jaðri hins heilaga GAIANET. Aðalpersónan byggir upp vélbúnaðarinnviði og vafrar um Villta vefinn til til þess að virkja nýjan netþjónaklasa fyrir Zoocratic internetið. Myndin gerist í skálduðum heimi Dýra-internetsins (Animal Internet) og var tekin upp á Íslandi og á Azoreyjum, með þátttöku Jules Elting og meðlima Young Boy Dancing Group.

Vídeóverkið Organ 3000, eftir listatvíeykið Jo Pawlowska og Sasa Lubinska, færir sjónarhornið út fyrir samfélag eða líkama yfir í ívangaveltur um þrá eins líffæris. Nafnlaus, líkamalaus líffæra-avatar snýst hægt. Þetta er gleymdur hlutur sem er í senn sorglega einmana og tákn um útópíska hinsegin-trans framtíð, minjar frá ímynduðum heimi þar sem hægt er að rækta ódýra blöndu kynlíffæra í hvaða subbulegu heimilisaðstæðum sem er.



Verið öll velkomin á sýningaropnunina:

Föstudaginn 24. Janúar kl. 17.00.

Svavarssafn, Höfn í Hornafirði.
https://mmh.hornafjordur.is/listasafn



Nokkrir sýnendur og sýningarstjóri verða viðstödd sýningaropnunina og munu segja stuttlega frá sýningunni og verkum hennar.



Kristín Vala Þrastardóttir, nýráðinn forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Birta Guðjónsdóttir, sem hefur nýlega verið ráðin til að leiða starfsemi Svavarssafns, munu bjóða gesti velkomna og opna sýningarárið með stuttu ávarpi.



Sýningin er stutt af:

Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Myndlistarsjóði






ANIMAL. AVATAR. MACHINE. is an exhibition that wonders about the future of our bodies. The line between self and cyber-self is blurring. And as it fades, we are left to question who we have become, and who we will be, in the fluid worlds of technoculture.

Computerized systems have changed how we engage with others, relate to the world, consume information, and connect to our own bodies. Entire lives can be lived in the digital ether. Our devices can simultaneously inform us of our loved one’s vacations, last night’s sleep patterns, world news, and irregularities in our heartbeats. As we try to keep up with rapidly growing new technologies, we expand - or perhaps mutate - into half-physical/half-digital hybrids, fluid beings, bodies-as-avatars.



In the exhibition the audience is presented with “Technoflesh”, a video installation by artists Unnur Andrea Einarsdóttir and Panja Göbel.

The film captures a cult-like performance staged in 2024 at exhibition space Babel, Trondheim, where the artists harnessed brain data of participants using a Muse brain headband, a custom made face app and a tablet. In an imagined sci-fi bio lab setting, participants were tasked with competing for a livelong ownership of reputable metaverse avatars by embodying them with their brain waves whilst holding their technologically enhanced flesh.



BeastQuest, an Eco Futuristic Sci-Fi film by Kolbeinn Hugi moves even further beyond human-ness. The film follows a non-human Hive Cluster Manager working on the fringes of the sacred GAIANET. The protagonist builds hardware infrastructure and navigates the WildWeb to activate a new Server Cluster for the Zoocratic Internet. The film, set in the world of Animal Internet and shot in both Iceland and the Azores, features Jules Elting and frequent collaborators of Young Boy Dancing Group.



The final work of the exhibition narrows its focus beyond community or body to the speculative desire of a single organ. In “Organ 3000,” a video work by the artist duo Jo Pawlowska and Sasa Lubinska, a nameless, bodiless organ-avatar spins slowly. It is a forgotten object that is simultaneously painfully alone, and a symbol of a utopian queer-trans future, a relic from

an imagined world in which low-cost hybrid sex organs could be grown in any shabby home lab. The work is part of the duo’s ongoing investigation of virtual encounters and digital spaces, where non-binary avatars multiply, queer kinships are divine and bodies are fragmented.



Opening of the exhibition:

January 24, 2025

At 5 PM.

Svavarssafn, Höfn í Hornafirði, Iceland.
https://mmh.hornafjordur.is/listasafn



Some of the artists and the curator of the exhibition will attend the opening and talk about the concept and individual works of the exhibition.



Kristín Vala Þrastardóttir, recently appointed director of the Hornafjörður Cultural Center, and Birta Guðjónsdóttir, recently appointed to lead the program of Svavarssafn, will welcome guests and open the exhibition year 2025.



The exhibition is supported by:

The South Iceland Development Fund and Icelandic Visual Arts Fund

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page