top of page
Stjórn SÍM sendir hamingjuóskir til nýrra íslendinga í röðum myndlistarmanna

fimmtudagur, 11. maí 2023
Stjórn SÍM sendir hamingjuóskir til nýrra íslendinga í röðum myndlistarmanna
Allsherjar-og menntamálanefnd lagði á dögunum til að alls fái 18 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt. Á meðal þeirra 18 sem tilnefnd voru er Olya Kroytor, fædd 1986 í Rússlandi, listakona og félagsmaður SÍM ásamt þeim Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðsmenn gjörninga-og aðgerðarhópsins Pussy Riot.
Þá fékk listakonan Roni Horn nýlega íslenskan ríkisborgararétt en hún er meðal virtustu bandarískra myndlistarmanna sinnar kynslóðar.
Við fögnum því að listasenan á Íslandi stækki, en minnum á að meðal félagsmanna SÍM er fjöldi aðfluttra listamanna sem að hafa látið til sín taka í íslensku myndlistarsenunni.
bottom of page