top of page

Safnanótt í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

508A4884.JPG

miðvikudagur, 1. febrúar 2023

Safnanótt í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Á Safnanótt 3. febrúar verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Það kvöld er safnið opið milli 18 og 23.

Svava og Einar
Einar, Auður og Sigurjón Barnalán
Á efri hæð safnsins verða til sýnis and¬lits¬mynd¬ir Sigur¬jóns af fjöl¬skyldu Ein¬ars Sigurðs-son¬ar út¬gerðar¬manns í Vest¬manna¬eyj¬um og Svövu Ágústs¬dóttur, en á ár¬un¬um eftir 1963 fékk Einar Sigur¬jón til að gera nær tvo tugi andlit¬smynda, portretta, lág¬mynda eða heil¬mynd af sér og fjöl¬skyldu sinni.
Í texta¬hefti sem fylgir sýn¬ing¬unni fjall¬ar Aðal¬steinn Ingólfs¬son list¬fræð¬ing¬ur um verkin, setur þau í sögu¬legt og list¬sögu¬legt sam¬hengi. Einnig bend¬ir hann á þá ríku ábyrgða¬rtilfinn¬ingu sem Einar Sigurðs¬son sýndi með stuðn¬ingi sín¬um við Sigur¬jón og fjöl¬skyldu hans.

Of hár blóðþrýsingur LSÓ 109 Úr ýmsum áttum
Í aðalsal safnsins eru sýnd lykilverk Sigurjóns frá 1938 til 1982. Heiti sýn¬inga¬rinn¬ar skír-skotar bæði til fjöl¬breytni verk¬anna og eignar¬halds þeirra.
Þarna má sjá verk úr ólíkum efnum, svo sem gifsi, bronsi, marmara, brenndum leir og tré.
Hluti verka¬nna er úr stofn¬gjöf Birgittu Spur til Lista¬safns Sigur¬jóns Ólafs¬son¬ar, sjálfs-eignar¬stofn¬un¬ar sem fyrir ára¬tug var afhent Lista¬safni Ís¬lands, en önn¬ur eru úr einka-safni erf¬ingja Sigur¬jóns.
Einnig á skír¬skot¬un¬in við hið óendan¬lega hug¬mynda¬flug og kímni¬gáfu lista¬manns-ins sem er alls ráð¬andi og birtist meðal annars í nafn¬gift¬um eins og „Vitlaus efna-skipti“, „Of hár blóð¬þrýst¬ing¬ur“ eða „Ellin“. Alvaran fylgir með í mynd af dönsk¬um verka¬manni í brennd¬um leir, sem Sigur¬jón mót¬aði árið 1942, á sama tíma og hann vann granít¬stytturnar fyrir Ráðhústorgið í Vejle á Jótlandi. Er sú mynd í eigu ARION banka.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar verður opið á laugar¬dögum og sunnu¬dögum kl. 13−17 fram til 1. júní, en í sumar er safnið opið alla daga vik¬unnar nema mánu¬daga. Nánari lýs¬ingu má finna á heima¬síðu safns¬ins www.LSO.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page