SÍM – starfsmaður á skrifstofu óskast

fimmtudagur, 2. mars 2023
SÍM – starfsmaður á skrifstofu óskast
SÍM auglýsir laust til umsóknar 50% starf á skrifstofu SÍM í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars á þessu ári.
Starfið felur í sér viðveru á skrifstofu SÍM frá 12–16 alla virka daga. Starfsmaður á skrifstofu SÍM sinnir móttöku félagsmanna og annara gesta sem koma eða hringja á skrifstofu SÍM og tekur einnig á móti erindum og fyrirspurnum sem berast skriflega í gegnum aðaltölvupóstfang sambandsins. Hann sér einnig um umsýslu félagaskrár og Fréttabréfs SÍM auk fjölda annarra starfa sem fallið geta til og rúmast innan vinnutíma. Hann starfar í nánu samstarfi við formann og aðra starfsmenn SÍM.
Við leitum eftir öflugri manneskju í starfið. Hún þarf að vera fær í tölvumiðlun og öðrum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi verulega reynslu af starfi myndlistarmanna og aðstæðum.
Skrifstofa SÍM veitir nánari upplýsingar um starfið, í síma 551 1346 á virkum dögum milli 13 og 15.
Umsóknir skal senda bréflega til skrifstofu SÍM (sim@sim.is) með upplýsingum um starfsferil og hæfni í síðasta lagi þann 17. mars.