top of page

Portúgal: Með kveðju frá Íslandi - Magdalena Margrét Kjartansdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. janúar 2022

Portúgal: Með kveðju frá Íslandi - Magdalena Margrét Kjartansdóttir

Með kveðju frá Íslandi (From Iceland With Love) er heiti sýningar Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í BAG - Banco das Artes Galeria, borgarlistasafni til húsa í fyrrum banka í Leiria Portúgal.

Í kjölfar þátttöku Magdalenu í Münsterland Festival listahátíð árið 2019 í Þýskalandi bauð sýningarstjóri listasafnsins í Leiria, Ana David Mendes henni að sýna og valdi verkin; nítján stórar tréristur er fjalla um reynsluheim kvenna.

Magdalena er fædd 1944 í Reykjavík og lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Í tengslum við verk Magdalenu hefur danshöfundurinn og dansarinn Inesa Markava samið og túlkað verkin með dansgjörningi í safninu.

Sýningin hefur verið vel sótt, hún opnaði þann 6.nóvember 2021 og stendur til 30. janúar 2022.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page