top of page

Opnun sýningarinnar Divine Love og listasmiðja barna

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. mars 2023

Opnun sýningarinnar Divine Love og listasmiðja barna

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Divine Love með verkum eftir hönnuðinn Sigrúnu Úlfarsdóttur, í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum, laugardaginn 18. mars klukkan 14:00 í bíósal Duus Safnahúsa. Sýningin er sett upp í samstarfi með menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.

Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Sigrún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love.

Sýningin er innblásin af Ayurveda heimspeki og er skartgripalínan kennd við orkustöðvarnar í líkama mannsins eða chackras. Nafn línunnar, Bhakti-devine love, er fengið frá hjartastöðinni.

Hjartastöðin er mikilvægasta stöðin. Hún er í miðjunni, á milli jarðtengdu stöðvanna og andlegu stöðvanna. Hún er aðsetur ástar og kærleika og er líka tenging okkar við kærleika guðs eða almættisins. Þessi guðlega ást eða devine love, heitir bhakti á sanskrít og er sterkasta orkan í alheiminum.

Listasafn Reykjanesbæjar býður alla velkomna á opnun sýningarinnar Divine Love.

Fjórða listasmiðjan í nýstofnuðum krakkaklúbbi Listasafns Reykjanesbæjar verður haldin sunnudaginn 19. mars kl. 14:00.

Listamaðurinn Iða Brá Ingadóttir verður með skemmtilega listasmiðju fyrir börn á öllum aldri.

Verkið Iðufall eftir Iðu Brá er á nýopnaðri sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar, Undirljómi / Infra-Glow.

Listasafn Reykjanesbæjar hefur tileinkað rými í anddyri safnsins undir listastarf barna. Listasmiðjur krakkaklúbbsins munu halda áfram einu sinni í mánuði fram á vor. Þær verða fjölbreyttar og kenndar af nýjum listamanni í hvert skipti.

Verið velkomin
Aðgangur er ókeypis
Listasmiðja barna er styrkt af Safnasjóði

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page