top of page
Opnun | Að rekja brot | 2. febrúar kl. 18

miðvikudagur, 1. febrúar 2023
Opnun | Að rekja brot | 2. febrúar kl. 18
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Að rekja brot í Gerðarsafni fimmtudaginn 2. febrúar kl. 18:00.
Á sýningunni rekja listamennirnir upp þræði sögu nýlenduhyggju, kúgunar, yfirtöku og jaðarsetningu í verkum sínum. Efniskennd umlykur verkin hreinsandi krafti þar sem þau greiða úr hugmyndum um sjálfsmynd og marglaga sambandi okkar við uppruna og arfleifð. Útkoman er nærgöngul og ögrandi, viðkvæmnislega vongóð en umturnar um leið gildismati okkar á kraftmikinn hátt.
Listamenn sýningarinnar eru Kathy Clark, Sasha Huber, Hugo Llanes, Frida Orupabo, Inuuteq Storch og Abdullah Quereshi.
Sýningarstjóri: Daría Sól Andrews.
bottom of page