top of page

Núllstilling í Grafíksalnum 27. 07. - 11. 08. 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. ágúst 2024

Núllstilling í Grafíksalnum 27. 07. - 11. 08. 2024

Jóhanna Sveinsdóttir mun opna sýninguna Núllstilling laugardaginn 27. júlí 2024 kl 15:00 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Sýningin mun standa til 11. ágúst og verður opið þriðjudaga til sunnudaga kl 14:00-17:00. Öll hjartanlega velkomin.

Verkin á sýningunni eru unnin eru unnin út frá orðunum ,,öruggur staður / leiðarljós´´. Öruggur staður er slökunaræfing þar sem þú leitar inn á við og finnur þinn örugga stað úti í náttúrunni. Hvað Jóhönnu varðar er hennar staður á æskuslóðum í sveitinni, innan um gróður þar sem grasið og birkið ilmar, lækur seytlar og fuglar flögra um og syngja. Leiðarljós lýsir áfram veginn en í hluta verkanna nota hún ljós. Verkin eru öll einþrykk og oftast þrykkir hún mörgum sinnum á sama flötinn og vinnur ofan í þau. Marglaga þrykkin kölluðu á ljós til að lýsa upp lög þrykksins og fyrir Jóhönnu gefur það tilfinningu fyrir jarðlögum og liðnum duldum tíma, fólki, dýrum og plöntum sem áður lifðu. Ljósaverkin í innri salnum eru hugsuð sem staður til að slaka á og núllstilla sig, draga andann djúpt og ef vill loka augunum og finna staðinn sinn.

Sýningin er tileinkuð minningu föður Jóhönnu, Sveins Finnssonar bónda og listunnanda, sem lést árið 2022. Hugsanir og minningarbrot frá æskuárunum hafa ratað inn í verkin og bera sum vott um orðfærið í sveitinni og hve vel var fylgst með veðurfari, árstíðum, fuglum, gróðri og fleiru, hlutum sem sumir leiða kannski aldrei hugann að og eru merki um rofnandi tengsl mannsins frá náttúrunni og grunninum. Sumir hafa jafnvel aldrei gengið í þúfum eða upplifað þögn eða myrkur úti í náttúrunni. Á móti er bóndinn samtvinnaður og háður jörðinni, veðri og vindum. Hið smáa hefur mikið vægi, gróðurinn, trén, blómin, sem er undirstaða alls og ómissandi í stóra samhenginu en má sín lítils á móti sterkari öflum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page