top of page

Listasafn Reykjavíkur: Laust til umsóknar starf markaðs- og kynningarstjóra

508A4884.JPG

föstudagur, 14. janúar 2022

Listasafn Reykjavíkur: Laust til umsóknar starf markaðs- og kynningarstjóra

Listasafn Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar starf markaðs- og kynningarstjóra

Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem tækifæri gefst til að kynnast fjölbreytileika myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka listamanna. Safnið er til húsa á þremur stöðum í Reykjavík: í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við Sigtún.

Markaðs- og kynningarstjóri

Leitað er að öflugum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði sem nýtist í krefjandi starfi í fjölbreyttu og skapandi umhverfi. Í starfinu felst mótun markaðs- og kynningarstarfs safnsins í samráði við safnstjóra sem er næsti yfirmaður. Verkefnin eru meðal annars kynning einstaka viðburða safnsins og markaðssetning þeirra verkefna sem safnið stendur fyrir gagnvart ólíkum markhópum, s.s. ferðamönnum og fjölbreyttum hópum borgarbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með markaðs- og kynningarmálum
Samskipti við innlenda- og erlenda fjölmiðla
Gerð kynningarefnis og birtingaráætlun fyrir alla miðla
Ritstjórn vefs og annarra samfélagsmiðla safnsins
Samskipti við hönnuði og þróun vörumerkis safnsins
Fjáröflun og gerð samstarfssamninga sem skapa tekjur fyrir safnið
Þátttaka í örðum verkefnum sem tengjast rekstri og þjónustu safnsins

Menntunar og hæfniskröfur:

Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á háskólastigi æskilegt
Reynsla af markaðs og kynningarstörfum
Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga
Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
Góð tölvukunnátta, þekking á innsetningu efnis á heimasíður og samfélagsmiðla
Leikni í mannlegum samskiptum, hugmyndaauðgi og sveigjanleiki
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileiki

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2022.
Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í síma 411-6400 eða með því að senda fyrirspurnir á olof.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is
Athugið að umsóknum skal fylgja ferilskrá, upplýsingar um umsagnaraðila og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í umrætt starf með hliðsjón af hæfniskröfum.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að skila umsókn á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page