top of page

Listasafn Reykjavíkur: A Bra Ka Da Bra - Fræðsluþættir fyrir ungmenni

508A4884.JPG

föstudagur, 21. janúar 2022

Listasafn Reykjavíkur: A Bra Ka Da Bra - Fræðsluþættir fyrir ungmenni

A Bra Ka Da Bra: Fræðsluþættir fyrir ungmenni
Listasafn Reykjavíkur í samstarfi við listamanninn krassasig hefur unnið fimm stutta fræðsluþætti um samtímalist, A Bra Ka Da Bra.

Þættirnir eru unnir í tengslum við nýjan fræðsluvef Listasafns Reykjavíkur, A Bra Ka Da Bra, og sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi.

Í þáttunum á krassasig í léttu og fróðlegu spjalli við fjögur ungmenni um þeirra upplifun af samtímalist. Þau skoða sýninguna Abrakadabra sem nú stendur yfir á Listasafni Reykjavíkur og velta upp pælingum eins og þurfum við að skilja list?, hvert er hlutverk listarinnar í samfélaginu? og Er munur á verkum á safni og þeim sem maður myndi vilja hafa upp á vegg heima?

Hluti af þáttunum eru stuttar orðskýringar á algengum hugtökum í listheiminum eins og gjörningur, innsetning, fundið efni og fleira. Þessar orðskýringar koma líka út sem sjálfstæð video á samfélagsmiðlum safnsins og er hugsað sem uppflettibanki.
Fyrsti þátturinn verður birtur á vef Listasafns Reykjavíkur þriðjudaginn 18. janúar. Næstu þættir verða birtir vikulega á þriðjudögum og samhliða því á Tiktok, Instagram og Facebook síðum safnsins.
A Bra Ka Da Bra er nýr fræðsluvefur Listasafns Reykjavíkur um samtímamyndlist sem einkum er ætlaður eldri nemendum grunnskóla og yngri nemendum framhaldsskóla. Á vefnum er fræðsla um ýmis orð og hugtök sem fjalla um myndlist, meðal annars miðla, stefnur, viðfangsefni og aðferðir. Markmiðið með vefnum er að efla aðgengi að vönduðu fræðsluefni um samtímamyndlist fyrir ungt fólk.

Fræðsluvefurinn byggir á safneign Listasafns Reykjavíkur. Allt efni er á íslensku, en stefnt er að því að þýða efnið á önnur tungumál til þess að koma til móts við ungmenni í íslenskum skólum sem eiga önnur tungumál en íslensku að móðurmáli.

Vefurinn og gerð þáttana er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Umsjón
krassasig

Fram koma
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir
Haust Másbur
Ilmur María Arnarsdóttir
Pétur Steinn Atlason

Leikstjórn
krassasig

Handrit
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Kristinn Arnar Sigurðsson
Markús Þór Andrésson

Verkefnastjóri
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Kvikmyndataka
Arnar Steinn Friðbjarnarson
Helena Magneu Stefánsdóttir

Klipping, hljóð og eftirvinnsla
Undraland kvikmyndir

Tónlist
krassasig

Grafík
krassasig

Framleiðandi
Listasafn Reykjavíkur

Nánari upplýsingar:
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, verkefnastjóri, 693 5979
Kristinn Arnar Sigurðsson, krassasig, 616 1220
Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri, 820 1201

Kitla fyrir fræðsluþættina

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page