top of page

Listamannaspjall / Artist Talk: Vena Naskrecka / Michael Richardt

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. mars 2023

Listamannaspjall / Artist Talk: Vena Naskrecka / Michael Richardt

Laugardaginn 4. mars kl. 14:00 verða listamennirnir Vena Naskrecka og Michael Richardt með listamannaspjall um sýningu sína You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér. Helga Arnbjörg Pálsdóttir sýningarstjóri mun leiða spjallið við listamennina.

Listamannaspjallið fer fram á ensku.

Þetta er síðasta sýningarhelgi You Are Here.

Verið velkomin!

Aðgangur er ókeypis

You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér

Vena Naskrecka og Michael Richardt eru gjörningalistamenn og mun sýningin verða vitnisburður um hvar þau eru stödd á þessum ákveðna tímapunkti og skrásetning á því sem þeim er nú hugleikið. Þau eru hér og nú, erlendir ríkisborgarar á Íslandi, að setja mark sitt á Listasafn Reykjanesbæjar þar sem þau ríkja í ákveðinn tíma.

Gjörningar þeirra Vena og Michael munu standa yfir allt sýningartímabil You Are Here / Jestes tutaj / Du er her / Þú ert hér. Sýningin mun taka miklum breytingum og innsetningarnar munu þenjast út, annars vegar með sjávarplasti (Vena, Re-Covery) og hins vegar með blekteikningum og olíulituðum fötum (Michael, The Colonialist).

Vena Naskrecka (1986) vinnur að myndlist á þverfaglegan hátt, með gjörningum, skúlptúr, fundnum hlutum og myndbandi, og byggja viðfangsefni hennar meðal annars á heimspeki, taugavísindum, fötlunarfræði og tækni. Naskrecka miðlar þeim með líkama sínum, en hún lítur á hann sem boðleið fyrir sjónræn, tilfinningaleg og vitsmunaleg samskipti.

Naskrecka er útskrifuð með MA-gráðu í myndlist frá CIT Crawford College of Art & Design, Cork, Írlandi, BA-gráðu í myndlist frá Hanze University Groningen – Academy Minerva, Hollandi og lærði keramík í the Jacek Malczewski School of Fine Arts í Czestochowa, Póllandi. Naskrecka er fædd í Czestochowa, Póllandi, hún býr og starfar í Reykjanesbæ.

Michael Richardt (1980) er gjörningalistamaður sem sérhæfir sig í gjörningum byggðum á tíma og lengd. Hann hugsar út frá mæðraveldi og skapar verk með sjálfþróuðu kerfi byggðu á litrófi.

Richardt útskrifaðist með MFA-gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands. Hann stundaði nám við Amsterdam University of the Arts, Amsterdam, Hollandi, Codarts Circus School, Rotterdam, Hollandi og klassíska olíumálun hjá listamanninum Poul Winther, Hjørring, Danmörku. Richardt hefur unnið sem dansari fyrir We Go, komið fram á Copenhagen Jazz Festival Danmörku, og sem leikari í „Polishing Iceland“ með Reykjavík Ensemble í Tjarnarbíói.

Richardt er fæddur í Danmörku og á einnig ættir að rekja til Níger, hann býr og starfar í Reykjavík.

Sýningarstjóri er Helga Arnbjörg Pálsdóttir, listfræðingur.

Sýningin er styrkt af Safnasjóði.

Listamennirnir eru styrktir af Myndlistarsjóði og Statens Kunstfond.

Sýningin stendur til og með 5. mars 2023.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page